Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 53
51
Þessi ummæli konungs koma nokkuð á óvænt, því að um forn-
eskju eða fjölkynngi er hvergi beinlínis að ræða í sögunni, eins
og hún er nú, nema ef telja skal það, er Ólöf gamla, fóstra
Barða, fer höndum um hann, áður en hann ríður suður. En það
er heldur ólíklegt, að ummæli konungs geti átt við það. Kálund
getur þess til (Heiðarv.s., Fortale, xii), að ummælin bendi ef til
vill til frásagnar, sem staðið hafi á hinu glataða (burtskorna)
skinnblaði, um það, að óvinir Barða hafi verið stöðvaðir með
fjölkynngi, er þeir vildu hefna sín á honum, hvort sem það hafi
verið meðan á umsátri stóð um Ásbjarnarnes eða Borgarvirki.
En þessi getgáta virðist óþörf, því að einmitt þegar þeir Barði
ríða undan frá Heiðarvígum, þá segir svo í sögunni: „Nú ríðr 111-
ugi eptir þeim með hundrað manna, ok nú lýstr á mjorkva
miklum, ok verða nú aptr at hverfa“ (bls. 309). Þó að sagan sjálf
gefi hér enga nánari skýringu, þá liggur langbeinast við að skilja
frásögnina um myrkvann (þokuna) svo, að þar hafi verið um
gerninga að ræða. Þess eru ýmis dæmi í sögum og þjóðsögum,
að fjölkynngismenn beittu þessari aðferð til þess að hindra för
óvina sinna. Nægir að minna á frásögnina um Svan á Svanshóli
(Njáls s., 12. kap.) og Þorkel prest í Laufási (Huld IV, 27-28).1
Ritskýrandi getur þess réttilega, að Barði sé hvergi skýrum
stöfum bendlaður við forneskju eða fjölkynngi, og lítið verði
lagt upp úr þeirri getgátu Kálunds að vísa til hins burtskorna
blaðs sögunnar, enda hefur það komið í leitirnar, eins og fyrr
greinir, og þar er engan stuðning að hafa í þessu efni. Eftir
stendur einungis sú röksemd, að veðrabrigðin við undanreið
Barða eftir Heiðarvígin eigi rót að rekja til gerninga, sem
hann hefur staðið fyrir. Væri fótur fyrir þessu, verður tæpast
annað sagt en viðbrögð Ólafs helga fari varla eftir málavöxt-
um. Firrtist hann við, að Barða og föruneyti hans skyldi verða
undankomu auðið með særingum? Ég hygg, að þessi getgáta
svífi í lausu lofti.
Skýringartilraun allra gagnrýnenda byggist á þeirri einföldu
veðurfarslýsingu, sem skáletruð er í ofangreindri tilvitnun:
„ok nú lýstr á mjorkva miklum, ok verða nú aptr at hverfa.“
í
Hvs., 322 nmáls.