Studia Islandica - 01.06.1993, Side 229
227
þrífask4'.1 Þessi sáttaboð vegenda ýfa sárin og knýja fram
hefndir.
Styrkja mætti þessa niðurstöðu með fleiri dæmum, en ég tel
ekki velta á miklu að bera sig eftir þeim, því að þau segja eðli
málsins samkvæmt meira um Hávarðarsögu en Heiðarvíga-
sögu.
Króka-Refssaga á það sammerkt með Hávarðarsögu ísfirð-
mgs að vera öðrum þræði ævintýri og gamansaga, en þær eru
1 raun réttri afar ólíkar, af því að Hávarðarsaga gerist öll að
heita má innanlands og hendir gaman að alvöruþrunginni
bókmenntahefðinni, en Króka-Refssaga gerist drjúgum á er-
lendri grund og innviðir hennar eru farandsagnir um refinn,
sem vinsælar voru á miðöldum. Króka-Refssaga hefur þannig
tvö veruleikasvið, annars vegar mannsins og hins vegar
refsins, sem falla saman sí og æ á snilldarlegan hátt. Refurinn
(Króka-Refur) gerir sér haglegt greni í óbyggðum Grænlands
°g veiðir sér til matar. Báðar þessar sögur, Hávarðarsaga ís-
firðings og Króka-Refssaga, bera hvor með sínum hætti vitni
um þróun og endurnýjun sagnaritunarinnar á 14. öld.
Af því sem nú hefur verið sagt, má ráða, að Króka-Refs-
suga sé skáldlegur tilbúningur og föng hennar komi víða að.
Af nöfnum og viðburðum er ekki um að villast, að áhrifa
Heiðarvígasögu gæti á Króka-Refssögu, t.d. í 2. og 3. kap.
hennar:
Þess er við getit, at sá maðr var þar í heruðum, er Barði hét,
manna minnstr; hann var kallaðr Barði inn litli. Allra manna var
hann frástr, ok eigi hljóp hann minna en inn bezti hestr. Hann
var skyggn ok glpggþekkinn. Hann hafði fjárgeymslu á sumrum.
Hann var tryggr ok trúr um alla hluti.2
Tilvitnunin lýsir anda Króka-Refssögu með ágætum. Barði
Guðmundarson er orðinn Barði hinn litli eða „manna minnstr
°k vesalligastr“, líkt og segir á öðrum stað í sögunni. Að auki
8egnir hann hlutverki fjárhirðis, og er „skyggn ok glpgg-
þekkinn", en þvílík orð hafði Þórarinn um Barða í Heiðar-
2 Rvs., 231.
Króka-Refs saga, 121.