Studia Islandica - 01.06.1993, Side 200
198
Fóstbræðrasaga skuli nú vera ætluð rituð um 1300 eða litlu
fyrr, gerbreytir auðvitað eðli málsins.1 Sakir þessa verður téð
orðalag ekki mikils virði í sjálfu sér sem aldursmerki, en verð-
ur þess í stað ábending um lærðan stíl, sem lætur, eins og
menn vita, mikið að sér kveða í Fóstbræðrasögu. Ritvenjan
segir með öðrum orðum fátt um aldur Heiðarvígasögu, ein-
ungis að hún sé undir áhrifum klerkastíls.2
Stíll er margháttað hugtak. Gera verður til að mynda grein-
armun á tímastíl, tegundarstíl og persónulegum stíl. Virða
má hjal Þórarins, sem að ofan getur, sem persónubundna
frásögn, blöndu gamallar sagnalistar og predikunarkennds
stíls, þegar menn eru ósparir á að segja í ræðu sinni það, sem
áheyrendur vita fyrir. Hugsanlega er framsetningin með tíð-
um endurtekningum og áherslum virkur þáttur í boðskap
sögunnar.
Áhrif riddarasagna á íslendingasögur hafa stundum komið
að góðum notum við aldursgreiningu þeirra. Ætla má, að
bóklegra áhrifa riddarasagna á fornsögurnar taki ekki að gseta
verulega fyrr en á fjórða eða fimmta áratug 13. aldar. í þvl
efni má hafa nokkra hliðsjón af því, að Egla virðist næsta ó-
snortin af hugsjón riddaramennskunnar — þar kemur ekki
einu sinni fyrir orðið kurteis — á meðan Laxdæla er gegnsýrð
riddararómantík. Tímasetning sagnanna er í samræmi við
þetta, önnur er talin frá fyrra hluta 13. aldar, hin frá miðri öld-
inni. Þessi regla er þó síður en svo einhlít, eins og Eyrbyggja
ber með sér, því að hún er vafalítið frá síðara hluta aldarinn-
ar En hvernig er þessu farið um Heiðarvígasögu? Það er
skemmst af að segja, að hún er að frásagnarhætti miklu skyld-
ari Eyrbyggju en Laxdælu, og liggur það í augum uppi, því
það er ekki snefill af stórmennskusýn Laxdælu í Heiðarvíga-
sögu, enda þótt örli á tískuyrðum Laxdælu í henni. En þar
með er ekki sagt, að ekki kunni að bregða fyrir í Heiðarvíga-
sögu stöku orðum eða setningalagi, sem dragi dám af riddara-
sögum, en það er í litlum tengslum við riddararómantík. Þrátt
1 Sbr. Jónas Kristjánsson: Um Fóstbrœðrasögu, 292-293 og víðar.
Þetta orðafar er títt í jarteinum Þorláks sögu.