Studia Islandica - 01.06.1993, Side 219
217
Það segir ef til vill sína sögu um aldur og efnisafstöðu Heið-
arvígasögu, að örla skuli á meiri skyldleika hennar við nafn-
fræga bardagalýsingu fornkonunga á erlendri grund, þar sem
litlar hömlur eru lagðar á hugarflugið, en við frásagnir eins og
Hrísateigsbardaga í Glúmu eða jafnvel orrustuna við Knafa-
hóla í Njálu, þrátt fyrir það að frásögninni af vaskleik Gunn-
ars á Hlíðarenda sé eigi í hóf stillt og kunni að sverja sig í ætt
við erlendar ýkjusögur.
Niðurstaðan af þessum athugunum er ekki ýkja burðug.
Markmið Heiðarvígasögu hefur ekki veitt hugsjónum ridd-
aramennskunnar aðgang að sögunni. En þrátt fyrir það kann
áhrifa þeirrar bókmenntatísku að gæta lítillega á málfar sög-
unnar.
Hvernig ber að meta þessa þróuðu frásagnarlist, sem hér hef-
ur verið gerð að umtalsefni? Mér þykir ekki góður kostur að
líta svo á, að Heiðarvígasaga sé safn tveggja alda hvikulla
munnmælasagna, sem viðvaningur hafi fest á bókfell í árdaga
sagnaritunarinnar. Miklu girnilegra er það úrræði að telja
söguna þaulhugsað höfundarverk og þar með skáldsögu, sem
hafi í senn langa sagnahefð og rithefð að styðjast við, enda
þótt stíllinn sé á köflum annarlegur og „óklassískur“.
Frásagnarstig sögunnar ber merki þróunar frá list til oflist-
ar, ef slík orð eru brúkleg, og skal að lokum tekið enn eitt sýn-
ishorn um vinnubrögð höfundar.
Þorgautur á Þorgautsstöðum og Þorbjörn á Veggjum bíða
árla morguns í smiðju eftir því, að húskarl færi þeim smíðar-
efni. Á meðan ber svo við, að Barði og félagar hans ráðast til
atlögu gegn Þorgautssonum, Gísla, Katli og Þormóði, á Gull-
tei§> °g heggur Barði Gísla, svo að tók „mjgk svá af andlitit“.
Sagan heldur áfram:
Ketill kippir honum Gísla inn af garðinum ok kastar honum á
bak sér; ekki sjá þeir (þ.e. Barði og félagar), at honum yrði mik-
ill þungi at honum; hann hleypr heim til bœjarins. Þeir Þorgautr
váru í smiðju ok Þorbjyrn, ok bíðr, ef húskarl hans kœmi með
smíðarefni. Hann mælti Þorgautr: „Þó er hark mikit; er eigi
Barði kominn?“ Ketill kom inn í smiðjuna í því bili ok segir: