Studia Islandica - 01.06.1993, Side 181
179
ina. Siðaboðum Heiðarvígasögu verður hvorki stíað frá réttri
stund né stað.1
Sigurður Nordal tæpti á því í formála sínum, að Heiðar-
vígasaga væri stundum eins og „nokkurs konar dæmisaga um
ranglætið í hinum fornu ættvígum“.2 betta hygg ég vera sann-
mæli, þó að sómakenndin ráði mannhefndum en ekki réttlæti.
Þótt Sigurður hafi ekki fylgt þessari hugsun eftir, þá mætti vel
hafa hana að leiðarljósi ekki aðeins þegar gefnar eru gætur að
tilgangi sögunnar heldur einnig að ritunartíma hennar.
í merkum fyrirlestri Ólafs Lárussonar um hefndir í íslensk-
um rétti og siðaskoðun íslendinga kemur fram, að samkvæmt
þjóðveldislögunum væru hefndir leyfðar, en menn ættu ekki
vígt um, hvaða sakir sem var. Samkvæmt Vígslóða Grágásar
mátti hefna fyrir víg, sár, högg eða frumhlaup, sem var oftar
en ekki tilræði til ofbeldisverka. Undir þennan flokk féllu
einnig svívirðingar, einkum þær er vörðuðu ergi og níð. Ólaf-
ur orðar þetta svo: „í Grágás eru engin ákvæði, er geri mönn-
um það lagalega skylt að hefna.“ Hins vegar sýni sögurnar,
„að almenningsálitið taldi það oft og einatt vera siðferðislega
skyldu manna, að reyna að koma fram hefndum.“3 Er það
auðsætt við lestur Heiðarvígasögu.
Ólafur skýrir frjálsræði til hefndar í þjóðveldislögum sem
málamiðlun tveggja andstæðra siðaskoðana. Sú eldri hafi tal-
ið hefndir réttmætar, og vísar Ólafur þar til hinna norsku
Gulaþingslaga,4 en sú yngri hafi lagst gegn hefndum og ver-
1 Gunnar Karlsson hefur vikið að þætti friðar í hinni fornu sagnaritun. Hann
hyggur, að íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar beri í sér spennu milli tvenns
konar siðferðisviðhorfa: ófriðar og friðar, en telur það ekki neitt sérkenni
fyrir hana. „Miklu frekar held ég að þessi spenna gangi í gegnum 13. aldar
bókmenntir Islendinga af því að hér var hnípin þjóð í vanda, þjóðskipulag
sem þarfnaðist ófriðar var að glata sér í ófriði. Ætli menn hefðu nokkru
sinni lagt á sig að skrifa íslendingasögurnar ef þeir hefðu ekki staðið
frammi fyrir þessum vanda?" Sjá „Siðamat íslendingasögu", 220.
Hvs., cxii.
Ólafur Lárusson: Hefndir, 17; sbr. Lög og saga, 146-78.
Gulaþingslög (152. kap.): „Þat er þar nú enn, ef maðr er í flokki veginn, þá
er vel, ef hefnt verðr." Sbr. og (186. kap.): „Nú á engi maðr rétt á sér oftar
en þrisvar, hvorki karl né kona, ef hann hefnisk eigi á milli."