Studia Islandica - 01.06.1993, Page 145
143
líkt og Davíð vó Golíat að vilja drottins til að frelsa ísraelslýð
frá heiðinni áþján. Þótt þessari getgátu sé varpað fram, fer
eigi á milli mála, að samfélagsmynd Heiðarvígasögu er að
langmestu leyti spegill 13. aldar. Hið fyrirheitna land Heiðar-
vígasögu er land, þar sem guðs lög ráða og friður ríkir.
Saga Víga-Styrs er harmleikur, en blind örlög, álög eða til-
viljanir ráða þar engu um heldur mannlestir og sú illska, sem
í Styr býr. Hann hefur ánægju af að murka líf úr mönnum og
fótum troða guðs lög og lýð. Hann var ekki hin rómaða hetja,
sem menn hörmuðu fallinn, heldur illskufullur ofstopamaður,
sem hlaut makleg málagjöld. Draugagangurinn með manns-
láti í Hrossholti og öfugsnúið eðli hlutanna við hinstu ferð
hans eru refsidómar guðs og sannindamerki um, að Víga-
Styrr hafi skilist við jarðlífið fagnaðarlaus. Víga-Styrr er per-
sónugervingur ófriðar, eins og merking hins tvítekna auk-
nefnis leiðir í ljós. Hann er guðlaus styrjaldarmaður. Vígdval-
inn heitir maður í Sólarljóðum, er hann sagður vitur og mun
hann tákna Krist. Hann vill dvelja víg, þ.e. koma í veg fyrir
þau og stuðla að friði.1 Höfundur Heiðarvígasögu fylkir sér
undir merki hans.
Af ferli Víga-Styrs má gleggst skýra hugarheim Heiðarvíga-
sögu með því að draga fram andstæð og hliðstæð hugtök
ásamt lífsgildum, sem þeim tengjast:
Heiðni. Kristni.
Faraó,ímyndánauðar. ísraelslýður:
Að nokkru fyrirmynd Þórhalli o.fl.
Víga-Styrs.
Víga-Styrr,táknófriðar. Gestur, fulltrúi
Óguðlegurstyrjaldarmaður, kristilegragilda.
sem tapast í dómi.
Ófriður.
Friður.
Sólarljóð, 78. erindi. Sjá skýringar bls. 102-105 (Njörður P. Njarðvík).
1