Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 7
7
Jeg varð stipendiarius Arna-Magnœanus 12. mars
1839, stofnaði ásamt fleirum íslensTct bindindisfjelag
1843, var skipaður 1, ennari við lœrða skólann í Reikja-
vik 27. apríl 1846 frá 1. október það ár, enn tók aldrei
við þvi embœtti, var einn af stofnendum hins norrœna
bókmentafjelags og kosinni stjórn þess 23.janúar 1847
(endurkosinn 22. júní 1849), auka-docent og lektor i
norrœnum málum við háskólann i Kaupmannahöfn 2.
mai 1848, meðlimur Arna-Magnússonar nefndarinnar 2.
júní sama ár, kjörinn heiðursfjelagi hins islenska bók-
mentafjelags af Reikjavikurdeildinni 10. febrúar 1853,
fjekk prófessors nafnbót 6. október sama ár, valinn
meðlimur sagnfrœðadeildar hins konunglega danska
vísindafjelags 2. desember sama ár, brjefskiftafjelagi
hinnar konunglegu vísindaakademiu í tíerlin 2. mars
1854 (ekki 25. janúar 1855). Arið 1855,21. nóvember,
gekk jeg að eiga Karen Sophiu Pedersen (fœdda i Sórey
17. september 1812) dóttur beikismeistara Jóhanns Pe-
dersens ogkonu hans Anne Kirstine Sundt (ekki Smidt)),
brjefskiftafjelagi hinnar konunglegu vísinda, sögu og
fornfrœða akademiu i Stokkhólmi 14. april 1857, reglu-
legur prófessor við Kaupmannahafnar háskóla 23. júní
1862, kosinn skrifari í hinu konunglega norrœna forn-
frœðafjelagi til að gefa út fornritin 4. april 1865,
endurkosinn 4. april 1868.
Einn af stofnendum hins íslenska tímarits Fjölnis
(1835) og einn af útgefendum og ritstjórum 1.—4. og
6.-9. árgangs sama tímarits (Kaupmannahöfn 1835
—1847K
1) Æfiágrip þetta er þítt eftir eiginliandarriti höfundar-
ins, sem er eign Arna-Magnússonar-stofnunarinnar. Tilefnið
til, að það var samið, mun vera það, að Konráð próf. árið
1868 var kosinn heiðursdoktor af háskólanum í Lundi í Sví-
þjóð. Annað æfiágrip eldra er og til með hendi Konráðs og