Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 9
9
sonar. Var Guðrún Hannesdóttir ættuð að
vestan, móðir Sigríðar, kona Jóns prófasts;
dó Sigríður rúmt tvítug. Enn Benedikt fór
utan og til Indlanda, kom síðan aftur til
Kmhafnar og gerðist gestgjafi. Hann var
hálfbróðir þeirra Eiríks prests á Staðarbakka
og Hannesar prests á Ríp í Hegranesi.
Konráð var fæddur á Langamíri milli messna
1808. Hann var námfús, lasþegar ungur fornsögur,
átti skræðu af Núkleus, blaðaði oft í henni og lærði
mikið í Oddsens orðbók heima hjá foreldrum sínum,
og eggjuðu þeir Jón síslumaður Espólín og Jón pró-
fastur Konráðsson Gísla að sækja um skóla íirir son
sinn, og Jón prófastur sagði honum til í 8 vikur, sínar 4
hvern veturinn. Sendi Gísli hann þá suður í Hraun í
skiprúm það, er hann hafði ráðið sjer sjálfum, fór Kon-
ráð þá sjálfur með akólabeiðsluna suður og reri í Hraun-
um um vertíðina. Enn Gísli skrifaði til dr. Hallgrími
Scheving og bað hann að ljá Konráði eitthvað að
líta í, meðan hann væri í verinu. Enti Scheving það
og tók hann um vorið til fulls; fjekk hann skólann
um haustið og hálfa ölmusu, enn að hinum partinum
gaf Scheving' honum hana, meðan hann var í skóla
og ljet liann slá tún sitt á sumrum. Var Konráð þá
á 18. vetri, er hann fjekk skólann. Enn er hann var
útskrifaður, var hann um hríð í Viðei að segja til
2ur piltum. Fór hann síðan utan, og gáfu honum
fje nokkurt til siglingar Magnús konferensráð Steph-
ensen og ísleifur etatsráð á Brekku. Las hann þá
first litla liríð lög itra, enn gaf sig síðan við málfræði,
norðurlanda tungumálum og fornfræðum. Síktist
hann í augum, fór til Þjóðverjalands að leita lækn-
inga og batnaði þar, kom aptur til Hafnar, varð að-
junkt við Reikjavíkurskóla 1846, enn kom ei út