Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 12
12
lands, enn hann mun þá um hríð ekki hafa haft
mikið samneiti við hina ingri Islendinga eftir rit-
deiluna milli þeirra Rasks og Baldvins.
í þennan hóp kom Konráð Gíslason árið 18)31
í ágústmánuði og mun hann brátt hafa orðið hand-
genginn tlestum þessum mönnmn. Ari siðar bættist
Jónas Hallgrimsson í hópinn og tókst með þeim
Konráði hin mesta vinátta. Konráð segir frá því
sjálfur í æflágripinu hjer að framan, að hann hafi orðið
veikur, áður enn hann var búinn að leisa af hendi
examen artium þetta hið sama haust. Þessi sjúk-
dómur, sem hann nefnir lungnabólgu í brjefl til mín,
dags. 11. jan. 18881, dró mikið úr áhuga Konráðs á
náminu first framan af i Höfn. Hann ætlaði sjer
að leggja stund á lögfræði, enn mun hafa þótt hún
þur og óskemtileg, og ljet því ímislegt annað sitja í
firirrúmi. Samt var hann ekki iðjulaus. Hann las
af kappi þíska rithöfunda, til dæmis Ludvig Börne,
enn einkum var þó Heinrich Heine uppáhaldsskáld
hans um þessar mundir. Heine var þá níbúinn að
gefa út Reisebilder (1826—61) og Buch der lieder
(1827) og var átrúnaðargoð ungra manna á Þiska-
landi og annarstaðar í Norðurálfunni, þar sem þísk
tunga var lesin. Hvað það var, sem dró hug Kon-
ráðs svo að Heine, má að nokkru leiti sjá á grein
hans og Jónasar Hallgrímssonar um hann í 1. árgangi
Fjölnis. Þar segir svo: »Hann (o: Heine) er gott
skáld: andagiptin mikil og ímindunaraflið, enn þó
ekki brestur á viti. Samt er hann ekki stöðugur
í sjer, þegar hann irkir, því meðan það er sem blíð-
ast og barnalegast hjá honum, þá er hann alt i einu
1) Sbr. Rasmus Kristján Rask, 1787—1887, Minningarrit,
gelib út af hinu íslenska bókmentafjelagi, 86. bls.