Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 19
19
þangað til hann fór heim til íslands alfarinn 10.
ágúst sama ár. Það er eins og nítt fjör færist í
Islendingahópinn í Kaupmannahöfn, þegar hann
kemur aftur með höfuðið fult af öllu því fagra og
merkilega, sem hann hafði sjeð á leið sinni, og
hjartað fult af heitri föðurlandsást. Hann, sem »hafði
sjeð borgir margra manna og kint sjer siði þeirra*,
eins og sagt er um Odysseus, hlaut að sjá það betur
enu flestir aðrir, í hverju hans eigin þjóð var ábóta-
vant, og hann hafði brennandi áhuga á að laga
gallana, bæta brestina, »brjóta skarð í stíflurnar og
veita fram lífsstraumi þjóðarinnar«, eins og hann
sjálfur kemst að orði1. Um þessar mundir kom ekk-
érT'tímarit út á íslensku annað enn Skírnir. Baldvin
Einarsson var fallinn í valinn á besta aldri í fullu
fjöri, og Armann hafði sofnað út af með honum —-
hafði ekki komið út síðan 1832. Tómas og þrír vinir
hans í Höfn, Brinjólfur Pjetursson, Jónas Hallgríms-
son og Konráð Gíslason, tóku sig því saman um að
gefa út ársrit á íslensku til að »vekja lífið í þjóðinni
og halda því vakandi og til að efla frelsi hennar
heill og mentun2«. Þetta rit nefndu þeir fjelagar
»Fjölni«, og kom flrsti árgangur hans út árið 1835,
Með þessu tímariti hefst nítt tímabil í sögu íslenskra
bókmenta, og af því að Konráð Gíslason átti svo
mikinn þátt í því, vona jeg að enginn hneixlist á
því, þó að jeg hverfi um stund frá aðalefni ritgjörð-
ar þessarar og reini að segja í stuttu máli æfisögn
Fjölnis.
1) Fjölnir, 1. ár, 1835, 4. bls.
2) Sbr. Fjölni, 1. ár, 1835, 4. bls.
2*