Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 21
21
hvað sem áhrærir atvinnuhættina, athafnir embættis
manna, eða stjórn Dana í landinu .... Það þikir
einnig vel til fallið að setja í þennan part álit og
ritgjörðir útlendra manna áhrærandi Island eða
íslendinga .... í seinna flokknum verður reint að
lísa sem best öðrum löndum og þjóðum jarðarinnar
. . . getið helstu uppgötvana og sagðar stuttlega æfi-
sögur merkustu manna, einkum þeirra, sem nú eru
uppi eða nílega dánir. I þennan hluta verðureinnig
vísað þeim greinum, sem ekki snerta fremur einn
enn annan, heldureru ölium jafnnákomnar, hverrar
þjóðar sem eru«. Auk þess ætla útgefendurnir að
hafa sjerstakan þátt, sem nái ifir allar þjóðfrjettir
innlendar og útlendar.
Næst á eftir þessum formála kemur hið fagra
kvæði Jónasar: »ísland, farsælda frón«, þessi her-
hvöt til hinna ungu manna og til landsins fullorðnu
sona, að láta ekki »lingið á lögbergi helga blána af
berjum hvert ár börnum og hröfnum að leik«, heldur
láta alþingi rísa aptur úr rústum á Þingvelli. Þetta
kvæði má að nokkru leiti heita einkunnarorð liins
níja tímarits. Tvö vísuorð í því eru annars ekki
ort af Jónasi, heldur »dreimdi Konráð Gíslasou eina
nótt, að maður kæmi til hans mikill og föngulegur
og ávarpaði hann með kvæði. Þegar hannvaknaði,
mundi hann úr því þetta erindi:
Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna
tindar,
himininn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.
Sagði hann Jónasi drauminn, og orti hannþákvæðið
við þessar línur«* l).
1) Svo segir Hannes Hafstein í athugasemd við kvæðið
i 2. útgáfu Ljóðmæla Jónasar (á 390. bls.), og hefur liann
söguna frá Konráði sjálíum.