Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 23
23
um níútkomnar bækur, athugasemdir um landstjórn
og tillögur um fulltrúaþing á íslandi, sem þá var
mikið áhugamál allra þeirra, sem nokkuð hugsuðu
um hag landsins (sbr. Fjölni 4. ár, 1838 II, 45. bls.).
Það er eigi auðvelt, síst firir mann, sem hvorki er
búhöldur nje hagfræðingur, að rekja þau áhrif, sem
þessar ritgjörðir Tómasár hafa haft á landa hans,
enn óhætt er að fullirða, að hann hefur með þeim
sáðmörgu því frækorni í hjörtu samtíðarmanna sinna,
sem síðan hefur borið margfaldan ávöxt. Röksemda-
leiðsla hans ervíðast sannfærandi, niðurskipuninljós,
orðfærið hreint og eðlilegt og laust við alla sundur-
gerð, og öll meðferð hans á efninu lísir því, að hugur
filgir máli, og að hann hefur ekki neitt annað firir
augum enn heill fósturjarðar sinnar. Tómas fór mjög
sjaldan í greinum sinum út firir Island. Hann einn
var búsettur á íslandi af útgefendum Fjölnis, oghann
hlaut því að sjá best, hvar skórinn krepti.
Aptur á móti renna hinir útgefendurnir, sem í
Höfn sátu, augum sínum til útlanda. Þeir viljaveita
þeim straumum, sem þá vóru ríkastir i bókmentum
Norðurálfunnar, ifir Island og frjófga með því hinn
innlenda jarðveg. Brinjólfur Pjetursson er sá, sem
minst liggur eftir af þeim fjelögum í hinum firstu
árgöngum Skírnis, enda mun hann um þessar mundir
hafa verið önnum kafinn að lesa undir embættispróf,
sem hann leisti af hendi árið 1837* 1.
skil á hiiiu umliðna« (Fjölnir 3. áv 1837 II, 27. bls.). Hjer
sjest vísirinn til forngripasafnsliugmindarinnar árið 1837.
1) Hann mun eiga cBókafregnc { 1. ári Fjölnis á 95.—96.
bls. og ef til vill þíðinguna á köflunum úr riti Lamennais’s,
>Orð hins trúaða« (135.—140. bls.). Einnig á hann að líkindum
einlivern þátt í greininni >Fjölnir» í 4. ári 1838 (I, 3.—19.
bls.). Meira á bann ekki í 5 hinum íirstu árgöngum Fjölnis.