Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 31
31
eru mjög margar skarplegar athugasemdir um ís-
lenskan framburð, sem enn hafa vísindalega þiðingu.
Aðalefni hennar er að gera grein firir rjettrituninni
á þessu ári Fjölnis. Höfundurinn heldur því fram,
að framburðurinn eigi að vera ekki aðalregla heldur
einkaregla stafsetningarinnar og ver þessa skoðun
sína með ljósum og skarpvitrum röksemdum. Samt
vill hann ekki nú þegar »laga eftir þessari reglu
alt, sem laga þirfti, þar eð slík umbreiting alt í einu
mundi bæði þikja og vera heldur skindileg*1, heldur
færir hann rjettritunina svo nærri framburðinum,
sem hann sjer sjer fært, án þess að brjóta um of
bág við venjuna. Þannig skrifar hann til dæmis j
á eftir k og g víðast hvar, þar sem það heirist í
framburði, útrímir y og ý og skrifar i og í í staðinn
o. s. frv. Stafsetningarnímæli þessi ganga þannig í
eindregna framburðarátt, og er höfundurinn í því
langt á undan sínum tíma, því að nú eigi alls firir
löngu hafa komið upp sterkar hreifingar í þessa
stefnu hjá flestum mentaþjóðum, sem hafa gamla
rjettritun og frábrugðna framburði, og hafa ágætustu
málfræðingar gengið þar í broddi filkingar2. Hin
dönsku stafsetningarnímæli Rasks og hið merkilega
rit hans um danska rjettritun virðist first hafa vakið
eftirtekt höfundarins á því, að íslenskri stafsetningu
væri engu síður ábótavant enn danskri, og koma
hjer sem víðar fram áhrif þau, sem Rask hafði
á Konráð3.
Stafsetningarnímæli Fjölnis fengu ekki góðar
1) S. st. 16.—17. bls.
2) Sbr. »Tímarit um uppeldi og meutamál II, 8.—10.
3) Sbr. Itasmus Kristján Kask 1787—1887 (Timarit bók-
mentafjel. 1888) 48.-49. bls.