Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 32
32
viðtökur, þegar heim kom til íslands. Allir hinir
eldri menn signdu sig og beiddu guð að varðveita
sig firir slíkum biltingamönnum, sem ekkert væri
heilagt, ekki einu sinni stafrofið. I ágústmánaðar-
blaði Sunnanpóstsins 1836 er stutt grein á móti ní-
mælunum, og leitast höfundur hennar, sem kallar
sig Arnabjörn, við að sína, að Eggert Olafsson og
Rask mundu hafa verið mótmæltir stafsetningarní-
mælum Fjölnis, ef þeir hefðu verið á lífi1, og í síð-
asta blaði Sunnanpóstsins sama ár (í desembermánuði)
er önnur grein lengri á móti stafsetningarþætti
Fjölnis með ifirskriftinni »Arnabjörn og jeg« og und-
irskriftinni »Jeg«2 *. Konráð svaraði «Arnabirni« (firri
greininni) i 3. ári Fjölnis8, enn blað það, sem síðari
greinin stóð i, mun ekki hafa borist til Hafnar fir
enn eftir það, að stafsetningarþátturinn í þessu ári
Fjölnis var prentaður, því að Konráð minnist hvergi
á þessa grein 1 svari sínu til »Arnabjarnar«. Hann
heldur þar fast fram öllu þvi, sem hann hafði sagt
í firri stafsetningarþættinum og færir stafsetninguna
á 3. ári Fjölnis jafnvel enn þá nær framburði enn
í 2. árgangnum. Fjórði árgangur Fjölnis kom út
árið eftir með sömu rjettritun og 3. árgangurinn og
er þar fremst ritgjörð með firirsögninni »Fjölnir«,
sem drepur á hið helsta, sem mönnum hafði mislík-
að við Fjölni heima á Fróni, og mun hún vera samin
af þeim öllum Konráði, Jónasi og Brinjólfi í sam-
einingu4. Meðal annars er þar stuttur kafli um
rjettritunina, auðvitað eftir Konráð, á 15.—16. bls.,
1) Sunnanpósturinn 2. árg. 1886, 124—126. bls.
2) Sunnanpósturinn 2. ár. 1886, 177—185. bls.
8) Fjölnir 3. ár 1837, 5.—18. bls.
4) Fjölnir 4. ár 1838, 3.—19. bls.