Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 38
38
við Fjölni. Áður hef jeg minst á greinirnar, sem
Sunnanpósturinn hafði meðferðis hið sama ár, á móti
stafsetningarþætti Konráðs. I brjefi frá Olafi presti
Indriðasini til amtmanns Páls Melsteðs, dags. 25. júní
1836, sem nú er geimt í handritasafni landsbóka-
safnsins nr. 147 fol., talar sjera Olafur um, að pró-
fastur sinn, sjera Guttormur Pálsson, »hafi ósköp á
móti Fjölni«, og að aðrir lærðir menn þar eistra sjeu
bergmál af honum. Samt sem áður mun Fjölnir
líka hafa átt eigi allfáa vini — svo segja útgefend-
endurnir að minsta kosti sjálfir í 4. ári1 — og einn
af þeim var Olafur Indriðason. Hann segir í fir-
nefndu brjefi, að hann geti ekki verið öðrum sam-
dóma í að níða Fjölni. Hafði hann árið áður sent
Fjölni »Brjef af Austfjörðum«, sem prentað er í 2.
ári Fjölnis2 og hælir ritinu. Sjera Olafur kvartar
undan því í brjefinu til Páls Melsteðs, að útgefend-
urnir hafi breitt firir sjer ímsu í þessu brjefi — lík-
lega þó helst orðfæri. I 3. ári Fjölnis er og kvæði
eftir hann: »Vetrarkoman á Austfjörðum 1836«3.
Bjarni amtmaður Thórarensen var líka hlintur Fjölni
og sendi honum kvæði til prentunar4. Enn samt
verður því ekki neitað, að Fjölnir átti fleiri óvini
enn vini, og útgefendurnir reina heldur ekki að
draga dulur á það í grein sinni »Fjölnir« í 4. árinu,
að rit þeirra hafði orðið firir óvild margra manna.
1) Fjölnir 4. ár 1838, I. 3. bls.
2) Fjölnir 2. ár 183G, I. 38.—48. bls.
3) Fjölnir 3. ár 1837, II, 33.-34. bls.
4) í 3. ári 1837 I, á 3. bls. »Kistu mig aftur« í 4. ári
1838, I á 34. bls. »Stjörnuskoðarinn« og »Blumenlese eöa
litilíjörlegt florilegium«, í 5. ári 1839, I, á 5.-7. bls. »Freiju-
kettirnir« og »Til móður minnar*.