Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 46
46
Hins vegar er enginn vafi á því, að fjelag það,
sem gaf út »Ní Fjelagsrit», eða meiri hluti þess,
filgdi í öllum aðalatriðum þeirri stefnu í stjórnarskip-
unarmálinu, sem Jón Sigurðsson markaði í ritgjörð
sinni um alþing i 1. ári Nírra Fjelagsrita. Þessi
stefna varnæsta ólík stefnu Tómasar Sæmundssonar.
Jón Sigurðsson dáðist reindar i mörgum greinum
eigi síður en Tómas að fornöldinni og hinni gömlu
stjórnarskipun Islendinga1. Enn hann hafði líkaopin
augu firir annmörkum þessa stjórnarfirirkomulags2 3;
einkum duldist honum ekki, að það var ógjörningur
að reisa við aftur á 19. öld hina fornu stjórnarlögun,
þarsem máttarstólpana undan henni, goðana, vantaði,
og engin höfðingjastjett var til, sem gæti með sóma
haldið uppi slíkri höfðingjastjórn, sem hjer var til
forna, og hann sá enn fremur, að »þó kostur væri
að koma upp slíkum höfðingjum, þá mundi síður ráð
að leita allra bragða til þess enn að leitast við að
hefja alþíðu, svo að sem flestir gæti með skinsemi og ráð-
deild dæmt um málefni landsins og tekið þátt í stjórn
þess«8. Hannjátar, að hugur og tilfinning mæli með
því að hafa þingið á Þingvöllum, enn segir, að skin-
semi og forsjálni mæli með Reikjavík sem þingstað,
1) Sbr. Ní Fjelagsrit I, 61.—64. bls. Þar segir meðal ann-
ars : »Þegar menn skoða veraldarsöguna, verða menn að játa,
að hinir fornu Islendingar hafa verið í mörgu oddvitar norð-
urþjóðanna, og það er eigi að öllu mishermt, að landstjórn
þeirra haíi kollvarpast af því, að hún haíi mænt of langt upp
ilir þá öld; hendir og merkilega til þess hoð Vilhjálms kardín-
ála til Islendinga að »þjóna til Hákonar konungs, því at þat
væri ósannligt, at þat land þjónaði eigi undir einhvern kon-
ung sem öll önnur í veröldinnú.
2) Sbr. Ní Fjelagsrit I, 119.—120. bls. og II, 41. hls. og
þar á eftir.
3) Ní Fjelagsrit H, 48. bls.