Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 48
48
Meðan á þessu stóð miðaði stjórnarskipunarmáli
íslands áfram — eða þó öllu heldur í sumu aftur á bak.
Embættismannanefndin kom saman i Reikjavík árið
1841 og hafði málið til meðferðar. Lagaði hún alt
sem mest eftir dönsku sniði og vildi hafa alt hið
sama firirkomulag sem á ráðgjafarþingunum dönsku,
hvort sem það átti við hjer á landi eða ekki. Bæði
Fjelagsritamenn og Fjölnismenn vóru mjög óánægðir
með aðgjörðir nefndarinnar, og Fjölnismenn því óá-
nægðari, sem nefndin hafði lagt með Reikjavík sem
alþingisstað, enn á móti Þingvöllum. Þessi sameigin-
lega óánægja með stefnu þá, sem stjórnarbótamálið
tók, dró um stund til samvinnu, þó ekki væri til
sameiningar, milli fjelaganna. Árið 1842 lagði stjórnin
nefndarfrumvarpið með litlum breitingum firir þing
Eidana í Hróarskeldu. Fulltrúar Islendinga á þessu
þingi, Grímur amtmaður Jónsson og prófessor Finn-
ur Magnússon, þorðu ekki eða vildu ekki stinga uppá
nema óverulegum breitingum við þetta frumvarp.
Þá fengu Islendingar í Höfn Baltasar Kristensen,
danskan þingmann, til aðbera upp ímsar uppástung-
ur til breitinga á frumvarpinu 1 frjálslegri átt. Rit-
uðu síðan 29 Islendingar undir þakkarávarp til Kri-
stensens firir frammistöðu hans í málinu og annað
ávarp með 27 nöfnum var sent hinum fslensku þing-
mönnum og þeir beðnir að filgja Kristensen sem best
í þessu máli. Undir þessum ávörpum, sem bæði eru
dagsett 6. sept. 1842, standa Fjelagsritamenn og
Fjölnismenn ásamt öðrum íslendingum í bróðurlegri
einingu. Taka þeir fram imsar umbætur, sem þeir óska
allir í einu hljóði að gerðar verði á frumvarpi því, sem lá
firirHróarskelduþinginu, og er þaríþessi eftirtektaverða
grein: • »Að því er þingstaðnum viðvíkur, erum vjer allir
samdóma um, að skjóta því undir úrskurð alþingis