Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 54
54
árganga Fjölnis, og mun jeg nú skíra frá því í stuttu
máli.
Það sem einkum príðir þessa hina síðari árganga,
það eru kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Einkennilegt
er það, að nú koma út frá honum í Fjölni 30 kvæði
á árunum 1843—1845, enn í hinum firri árgöngum
Fjölnis vóru fá kvæði eftir hann, eins og áður var
á vikið. Jeg þarf ekki að telja þessi kvæði upp,
því að allir þekkja þau, eða geta að minsta kosti
sjálfir fljótt sjeð, hver kvæði Jónas á, með því að
fletta upp í kvæðabók Jónasar. Þau hafa alla hina
sömu kosti sem kvæði hans í hinum firri árum
Fjölnis, og með þeim einum, þó ekki væri með öðru,
helga þessi ár Fjölnis sjer sæti hátt á bekk í bók-
mentum vorum. Eigi er heldur þörf á að greina
sjerstaklega, það sem Jónas á 1 óbundnu máli í þess-
um árgöngum Fjölnis, því að í 9. ári Fjölnis á 5.
bls» eru taldar upp þær greinir, sem Jónas á í und-
anfarandi árgöngum hans, og það sem hann hefur
skrifað í 9. ár Fjölnis, er alt prentað í hinni síðari
útgáfu »Ljóðmæla« hans (1883). Þess eins ber að
geta, að Jónasi er þar og í Fjölni 9. ári 1847 á 5.
bls. ranglega eignuð sagan »Góður snjór«, sem prent-
uð er í 6. ári Fjölnis 1843 á 84.—86. bls. Sú saga
er samkvæmt fundabókinni þídd af Skúla Thorlacius1.
Líka á Gísli Magnússon nokkurn þátt í þíðingunni
á greininni »Um flóð og fjöru« í 6. ári Fjölnis á
44.—54. bls.
Jeg hef áður drepið á það, að hinir síðari Fjöln-
ismenn muni hafa hneigst að skoðunum Tómasar
Sæmundssonar í stjórnarskipunarmálinu, og einkum
1) Einkunnarorðin í.Snælega snuggirc o. s. frv., sem
standa iíir sögunni, vóru sett eftir tillögu Jóhanns Briems.