Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 57
57
ber að leiðrjetta það, sem þar segir, samkvæmt
þessu.
Ritgjörðin »Um bindindisfjelög« í 7. ári Fjölnis
er eftir marga; upphafið á Brinjólfur Snorrason (32.
—39. bls.), þíðingin úr umburðarbrjefinu ameríkska
(39.—58. bls.) er eftir Brinjólf Snorrason og H. Kr.
Friðriksson, skírslan um íslenska bindindisfjelagið í
Höfn (58.—67. bls.) er eftir Pjetur Pjetursson og
Gunnlaug Þórðarson, og niðurlag ritgjörðarinnar (67.
—70. bls.) eftir Pjetur Pjetursson; áður hef jeggetið
þess að athugasemdin á 59.—62. bls. væri eftir
Brinjólf Pjetursson.
Næst Jónasi Hallgrimssini hefur Konráð Gíslason
ritað mest i 4 hina síðustu árganga Fjölnis. Hann
hefur skrifað Bókafregnirnar í 6., 7. og 8. ári, að
fráteknu því, sem Gisli Thórarensen á í Bókafregn
6. árs, og einum ritdómi um Stafrofskver Pjeturs
Guðjónssonar, sem Halldór Friðriksson hefur skrifað
í Bókafregn 8. árs1. Ritgjörðin um stafsetning í
upphafi 7. árs (1.—3. bls.), um latínuletrið í 8. ári
(28.—33. bls.),2 og æfisaga Jónasar Hallgrimssonar í
9. ári (1.—6. bls.) eru sömuleiðis eftir hann. Eins
og það er víst, að Jónas ákveður skáldskaparstefnu
timaritsins, eins er hitt víst, að Konráð er leiðtogi
þess í öllu því, sem lítur að stafsetningu og málfeg-
urð, og mun jeg nú fara fám orðum um hvort þess-
ara atriða firir sig.
1) FjÖlnir 6. ár 1843, 59.-74. bls. 7. ár 1844, 71.—104. bls.
8. ár 1845, 57.-76. bls. Heirt hef jeg, að Brinjólfur Pjeturs-
son eigi ritdóminn um »Auglísing um Vesturamtsins opinbera
búskapar fjársjóð* o. s. frv. í 6. ári á 61. bls., enn ekki
veit jeg sönnur á því.
2) Skoðanir Konráðs um latínuletrið eru mjög svipaðar
Rasks.