Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 58
58
Þess er áður getið, að það hafi verið samþikt á
fundi Fjölnismanna, að rjettritunin á 6. ári Fjölnis
skildi vera hin sama sem á 4. ári hans, og með
þeirri stafsetningu kom 6. ár út árið 1843. Vorið
1843 vóru lög fjelagsins send fjelagsmönnum heima
á Islandi og brjef með, og verða þá umræður um
það í fjelaginu á tveim fundum seint í aprilmánuði
(26. og 30. apríl), hvort rjettritunin á lögunum og
brjefinu skildi vera eins og á Fjölni það ár eða fara
lengra í framburðar áttina, og var hið síðara sam-
þikt eftir tillögu Konráðs; þannig skildi rita b firir
f firir framan ð, l n; öí f. au; ai f. œ; f skildi skrifa
firir framan t, og g skildu stungin, þegar svo bæri
undir o. s. frv. Enn litlu síðar hið sama vor virðist
hafa komið einhver afturkippur i Konráð, því að á
fundi 24. júní sama ár stingur hann upp á því, að
nefnd sje kosin til að gera frumvarp til fastra staf-
setningar laga. Var það gjört og jafnframt samþikt,
að allir fjelagsmenn mætti koma á nefndarfundina
og eiga atkvæði. Konráð var kosinn forseti í nefnd-
inni og var málið síðan rætt á fundum 15. og 22.
júlí, enn ekki var það til likta leitt að sinni, heldur
lá það í dái til haustsins. Þá var á fundi 14. októ-
ber 1843 kosin nefnd enn á ní til að gera uppástungu
um stafsetning, og urðu þeir Konráð, Brinjólfur
Pjetursson og Grísli Magnússon firir kosningu. Bar
sú nefnd fram tillögur sínar um stafsetninguna á
fundi 9. des. sama ár, og vóru þær samþiktar. Því
miður er ekki neitt ágrip í fundabókinni af umræð-
unum um stafsetninguna, enn niðurstaðan sjest á
stafsetningunni á 7.—9. ári Fjölnis. Þessi rjettritun
er í öllu verulegu hin sama, sem Halldór Friðriks-
son tók síðan upp og hefur kent nú í meira enn
mannsaldur i lærða skólanum, og hefir hún þaðan