Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 60
60
menn síðan til að taka upp hina algengu rjettritun
með nokkrum verulegum breitingum? Grein Konráðs
um stafsetning í 7. ári Fjölnis svarar þessari spurn-
ingu að nokkru leiti. Þar segir svo (á 2. bls.):
»Nú þikir sumum takandi í mál að vera kir, þar
sem komið er, með stafsetninguna á riti voru; enn
þeir eru fáir, sem betur fer, og aldrei kom hinum
flrri hlutaðeigendum Fjölnis það i hug að nema
staðar á miðri leið — sem ekki væri til annars enn
auka þann rugling, sem er áður á stafsetningu is-
lenskra bóka. Eftir þessu er ekki annar kostur iirir
höndum enn hverfa aftur á hina breiðu slóð, eða
rjettara að segja á þá villustigu, er liggja í ótal
króka hver innan um annan, eins og fjárgötur*. Af
þessu má ráða, að Konráð hafl sjeð, að honum var
annaðhvort að gera, að hrökkva eða stökkva, að hann
varð annaðhvort að koma nirri hreifingu á rjettrit-
unarmálið, ef duga skildi, með þvi að ganga enn
lengra i framburðaráttina, eða »hverfa aftur á hina
breiðu slóð«, sem hann kallar. Fjölnir hafði nú um
svo mörg ár komið út með hinni níju rjettritun, enn
fáir vildu verða til að taka hana upp. Hún var frá
upphafi ekki sjálfri sjer samkvæm, að svo miklu
leiti sem framburðurinn var ekki einkaregla hennar,
sem Konráð sagði hann ætti að vera. Hún var ekki
og átti ekki frá upphafi að vera nema firsta fótmál
í þá átt að gera stafsetninguna samhljóða framburði
—-það var ekki tilgangur Konráðs »að nema staðar
á miðri leið«. Af þessum ástæðum gerir hann first
tilraun til að færa sig upp á skaftið nær framburð-
inum i aprílmánuði 1843, og fær Fjölnismenn til að
skrá lög sin og brjefið til fjelagsmanna heima með
rjettritun, sem steig feti lengra í framburðar stefnuna
enn Fjölnir hafði gert áður. Enn margir fjelags-