Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 61
61
menn munu hafa verið því mótfallnir að fara svona
langt í riti, sem átti að koma firir almennings sjónir,
svo að hann hefur ekki getað fengið því framgengt,
að breita rjettritun Fjölnis í þessa átt1. Þá var
ekki annar kostur íirir höndum, enn að »hverfa
aftur á hina breiðu slóð« og reina að gera sem best
við þá stafsetning, sem þá tíðkaðist, og Konráð líkir
við »gamlan bát, lasinn og rifinn og ófæran í allar
ferðir«. Eitt var það, sem mun hafa gert honum
afturhvarfið að hinni gömlu rjettritun auðveldara.
Hann mun hafa langað til að finna að ímislegri ó-
samkvæmni í þeirri stafsetningu, sem tíðkaðist. Enn
hann gat litla von gert sjer um, að athugasemdir
hans um það irðu teknar til greina af áhangendum
hinnar gömlu stafsetningar, ef aðfinningarnar vóru
gerðar frá sjónarmiði framburðarrjettritunarinnar,
sem þeir ekki vildu viðurkenna. Miklu fremur gat
hann búist við að koma nokkru áleiðis, ef hann
sjálfur stæði á grundvelli hinnar gömlu rjettritunar
og síndi fram á ósamkvæmni hennar frá hennar
eigin sjónarmiði. Merkilegt er það, að því er þetta
snertir, að í Bókafregninni í 6. ári Fjölnis, sem filgdi
framburðar-rjettritun, eru engar athugasemdir um
rjettritun þeirra bóka, sem Konráð þar leggur dóm
á, enn í Bókafregnunum í 7. og 8. ári, sem taka
upp aftur hina almennu rjettritun, er mjög mikið
talað um stafsetning bókanna.
í ritdómum sínum finnur Konráð Gíslason mjög
sjaldan að efni bókanna. Hann leggur first og síðast
áherslu á það, að orðfærið sje fagurt og hreint;
1) Sbr. Fjölni 7. ár 1844 á 1.—2. bls.: »eru ekki allir á
eitt sáttir um stafsetninguna, þó oss komi vel saman um
önnur efni, er snerta rit vort«.