Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 63
63
og veru, þó þaðkunni að sínast svo, heldur andleg.
Auður og fullsæla fjár, hreisti og heilsa, fjör og
frjálsleikur líkamans, skin og skírleiki, dáð og digð,
traust og trú hugarins, og í stuttu máli hverskonar
frægð og fremd, indi og unað — alt er þetta komið
undir andanum. Andi hvers einstaks, hversu vel
sem hann er af guði gjör, verður að engum þrifnaði
nema hann njóti annara að og taki birtu af hugum
annara. Enn hver er þá þessi geisli, sem hugur
sendir hug? • Hvert er þetta ljós, degi bjartara og
sólu varmara, sem skín ifir lönd og líði, og sínir
mönnunum, að þeir eru menn, enn ekki skinlaus,
kvikindi? Hvað er það annað enn málið, óskabarn
mannlegs anda. Og sje nokkur sá, að minsta kosti
í mentaðra manna tölu, að einu gildi, hvernig málið,
er og hvernig með það er farið — er honum þá
ekki nærri því ofnefni að heita maður?«
Þessar og þvílíkar hugleiðingar vöktu íirir Kon-,
ráði, þegar hann var að vanda um orðfærið á ritum,
þeim, sem hann dæmdi um í Fjölni, og enginn get-.
ur borið á móti því, að viðleitni hans í þessa átt bar •
góðan ávöxt. Málið á riturn þeim, sem út komuum,
og eftir miðja þessa öld er stórum betra, enn það
var, þegar Fjölnir kom first til sögunnar. Og þá
Fjölnir hefði ekkert gott gert annað ennþetta, verð-
ur ekki sagt, að hann hafi unnið firir gíg.
VII.
Kú vík jeg aftur þangað, sem fir var frá horfið
Konráð Gíslason flutti út af Garði sama ár, sem
Fjölnir kom út í firsta sinn, árið 1835. Fjárhagur
hans var þá og lengi síðan mjög erviður, ogsafnaði
hann skuldum, ennekkibilaðikjarkur hans firir því. I