Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 67
67
lenskum og norrænum skinnbókum með þeirri ná-
kvæmni, að sliks höfðu aldrei fir sjest dæmi, og
lætur prenta sínishorn af hverri skinnbók, þannig að
lína svarar línu, orð orði, stafur staf, band bandi,
punktur punkti. Jón Sigurðsson hafði reindar áður í
1. bindi af íslendinga sögum (prent. í Kmh. 1843)
látið prenta sínishorn af gömlum handritum með
mjög mikilli nákvæmni. Enn líklegt er, að Konráð
hafi í þessu efni haft áhrif á hann beinlínis eða
óbeinlínis. Konráð sá það, að grundvöllurinn undir
allri vísindalegri þekkingu á fornmálinu eru fornritin
sjálf, óbjöguð að öllum ritshætti, og að hver sú út-
gáfa þeirra, sem ekki tekur nauðsinlegt tillit til þessa,
er óhæf og ónóg til málfræðislegra rannsókna. Síð-
an hafa margir útgefendur fetað í fótspor Konráðs í
þessu efni, svo að nú eru til allmargar ágætlcga
vandaðar útgáfur af íslenskum skinnbókum. Meðal
handrita þeirra, sem Konráð lísir í formálanum, eru
sumar hinar elstu og merkustu skinnbækur í safniÁrna.
Á þessum grundvelli er reist hin íslenska hljóð-
fræði, sem Konráð setur fram i »Frumpörtum is-
lenskrar tungu«. Áður höfðu menn verið á þeirri
skoðun, að svo að segja enginn munur væri á fornri
og nírri íslensku, og jafnvel Rask hafði haldið þessu
fram í hinum eldri ritum sínum, enn þegar hann fór
að rannsaka betur fornritin sjálf, sá hann, að mun-
urinn var þó töluverður, og síndi fram á það í ein-
stökum atriðum. »Frumpartar« Konráðs mega þó
heita hið íirsta stóra stig í þessa átt, að sína forn-
málið, eins og það er, og gera rjettan greinarmun
á því og níju máli. Konráð játar ekki að neitt orð
eða nein orðmind sje forn, nema hann geti sínt það
og sannað með dæmum úr íslenskum fornritum.
Hann færir alstaðar sönnur á mál sitt með tilvitnun-
5*