Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 74
74
með fleirum stofnað »Hið norræna bókmentafjelag«
(»Nordisk literatur-samfund«) og gaf hann þegar á
sama ári út tvær sögur firir það fjelag, Hrafnkels-
sögu (í annað sinn) og Droplaugarsona sögu. Tveim
árum síðar (1849) gaf hann ut »Tvær sögur af Gísla
Súrssini« og árið 1852 Fóstbræðrasögu íirir hið sama
fjelag. Allar þessar útgáfur bera vott um frábæra
þekkingu hans á fornmálinu, einstaka vandvirkni,
og framúrskarandi skarpleik í því að dæma milli
handritanna. Vísur þær, sem koma firir í sögunum,
eru prentaðar nákvæmlega stafrjett eítir handritun-
um.
Eftir 1852 liða svo nokkur ár, að lítið sjest frá
Konráði á prenti. Hann var um þær mundir önnum
kafinn í því að safna til íslensku orðabókarinnar
firir erfingja Cleasbys, og naut aðstoðar ímsra landa
smna í Höfn við það starf, t. d. Eiríks Jónssonar o.
fl. Enn árið 1854 heimtuðu erfingjarnir af honum
alt safnið, sem áður er sagt, og fjell Konráði það
illa, sem von var. Mun þetta um hríð hafa lamað
starfsemi hans. Ári síðar kvongaðist Konráð ekkju
þeirri, sem fir var getið, sistur heitmeijar sinnar,
sem hann misti árið 1847. Ekkjan átti son úr hinu
firra hjónabandi, sem var hálfviti, og tók Konráð
hann sjer í sonar stað og reindist honum eins og
besti faðir. Fjárhagur hans var altaf þröngur, því
að launin, sem stöðu hans filgdu, vóru lítil, og mun
hann því nú með fram hafa orðið að vinna firir sjer
og sínum með aukakenslu, þegar hann átti firir
fleirum að sjá, og hefur það vafalaust tafið firir vís-
indaiðkunum hans.
Árið 1858 komu út 2 mjög merkileg rit eftir
Konráð. Annað var útgáfa þeirra brota, sem til eru
af hinni fornu íslensku þíðingu á Elucidarius, gerð