Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 77
77
riti eða með samanburði á þeim. Enn oft kemur
það firir, að vísa er að einhverju leiti bjöguð í öll-
um handritum, og þá kemur hinn dæmafái skarpleiki
Komáðs fram í hinum ljósu sönnunum, sem hann
leiðir að því, að eitthvað sje úr lagi fært, og hin
frábæra hugvitssnild hans lísir sjer í þeirri óviðjafn-
anlegu getspeki, sem hjálpar honum til að spá í
eiðurnar og geta sjer í vonirnar um það, hvað skáldið
muni hafa kveðið upphaflega. 0g hann skilur ekki
við vísuna, fir enn hvert orð og hver setning er
orðin honum sjálfum og lesandanum ljósari enn dag-
urinn, og það liggur í augum uppi, að svona hlítur
skáldið að hafa kveðið og ekki öðruvísi, og þessa
þíðingu hefur hann lagt í orð sín og enga aðra.
Með skáldlegu ímindunarafli og djúpri þekkingu á
mannlegri sálu tekst Konráði að setja sig svo í spor
hins gamla skálds og skignast inst inn í hugskot
þess, að hann sjer af einskonar spámannlegri anda-
gift eða ófreskisgáfu, hvað skáldið hlítur að hafa
hugsað og sagt. I einni merkilegri ritgjörð um forn-
an kveðskap kemst hann svo að orði: »Kvæði
fornskáldanna eru ekki firir einfalda lesendur eða
áheirendur, heldur heimtuðu skáldin af þeim, sem á
hlíddu, að þeir eigi að eins væri færir um að geima
kvæðið í minni sinu óbjagað, að því er formið snerti,
heldur einnig að þeir gætu ráðið hina torskildustu
hugsun, sem þeir oft virðast gera sjer far um að
dilja með flókinni orðaröð og setningaskipun, rjett
eins og það væri einn hinn helsti tilgangur þeirra,
að reina skarpleik áheirendanna. Því verða menn
að halda áfram að íhuga hina mirku vísuhelminga
þeirra með þolinmæði og athigli, þangað til eðlileg
hugsun kemur í ljós af sjálíu sjer og raðar niður
orðunum. Þó að ólíklegt sje, þá verða menn oft