Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 78
78
eins og að smjúga inn í sál sJcdldsins, áður enn menn
hlusta d rödd hans. Það mun varla vera til nokkur
sú bókmentategund í heimi, þar sem skírandinn
verður eins oft að minsta kosti að renna grun í
efnið, til þess að búningur efnisins verði gagnsær.
Hins vegar er það auðvitað, að efnið skírist aftur á
móti, um leið og búningurinn verður gagnsær«k
Þessi fáu orð lísa skíringaraðferð Konráðs betur enn
jeg er fær um. Þau leifa oss, — að jeg taki mjer
orð Konráðs í munn — að smjúga inn í sál hans
sjálfs á því augnabragði, sem hann bjó til hinar á-
gætu vísnaskíringar sínar.
A hinum síðari æfiárum Konráðs tók forníslensk
bragfræði mjög miklum framförum, og var það í
firstu að þakka útlendum vísindamönnum. Arið 1863
fann danskur maður E. Jessen það lögmál, að sú
samstafa, sem er næst hinni síðustu, í dróttkvæðum
hætti, er altaf löng hjá fornskáldunum, það er svo
að skilja að samstafan annaðhvort hefur í sjer lang-
an hljóðstaf með einum samhljóðanda eða fleirum á
eftir, eða stuttan hljóðstaf með fleirum enn einum
samhljóðanda á eftir; og er »langur« hljóðstafur hjer
haft um þá hljóðstafi, sem ávalt höfðu seinan fram-
burð í fornmálinu (t. d. á, é, í, ó, ú o. s. frv.), enn
»stuttur hljóðstafur« um þá, sem höfðu fljótan fram-
burð (t. d. a, e, i, o, u, o. s. frv.). Hjer um bil 15
árum síðar (á árunum 1878—1885) gerði ágætur þískur
vísindamaður E. Sievers, þá uppgötvun, að eigi að eins
næst síðasta samstafan, heldur og allar samstöfurnar
í dróttkvæðum hætti filgja föstum lögum, að því er
1) Konráð Gíslason: Nogle bemærkninger om skjalde-
digtenes beskaífenhed i formel henseende, Vidensk. selsk. skr.
5. række 4. bind VII, á 314,—315. bls.