Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 88
88
þú getur varla farið nærri um, hvað öll þessi eimd
hefur truflað »mina hugstóru sál«, og hvaða frátaflr
hun hefur gert mjer, einstæðingnum, sem engan á
þjónustumanninn og verð að vera á hlaupum, með-
an jeg er að búa mig undir gröflna. Enn nú er eins
og komiðsje nokkuð logneftir »stormastríða«, hvaðlengi
sem það helst«. Um þetta leiti þjáðist hannogmjög
af brjóstveiki, lirigglu og hósta (»bronchitis«). Hann
tók þá enn til sín hina þriðju sisturdóttur konusinn-
ar sem bústíru, og var hún hjá honum, þangað til
hann dó, gekk honum í dóttur stað og veitti honum
þá hjúkrun og aðhlinning, sem honum var svo nauð-
sinleg. Henni þakkaði hann það í brjefum sinum til
mín, að honum batnaði talsvert brjóstveikin síðustu
árin, enn þó þjáði hún hann altaf við og við.
Konráð hjelt óskertum sálarkröftum fram i and-
látið og hjelt altaf áfram vísindastörfum sínum af
mesta kappi, enn kvartar þó undan, að sjer gangi
seint, því að hannvar seinvirkur, eins og allir þeir,
sem vandvirkir eru. Hann dó sunnudaginn 4. jan-
úar 1891 eftir stutta og þjáningalitla legu og var
jarðaður 9. s. m. í Assistentskirkjugarði. Eigur sín-
ar ánafnaði hann Árna Magnússonar stofnuninni,
sem honum var svo kær vegna hinna fornu íslensku
handrita, sem hún geimir, og af því að hann hafði
notið stirks af henni í æsku og síðan í meira enn
40 ár verið einn af umsjónarmönnum hennar. Enn
stjúpsonur hans og sisturdóttir konu hans eiga að
njóta vaxtanna af fjenu, meðan þau lifa.
Svo er þá sá maður til moldar - genginn, sem
einna mest og best hefur unnið að þvf að hreinsa
og bæta móðurmál vort.
»Hver verður nú til hans vopnin góð
í hraustlega hönd að taka?«.