Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 100
100
lenzkt líf og íslenzkan hugsunarhátt. Aðrar þjóð-
sagnir, er hjer ganga, eru aptur með öllu islenzkar,
og bera því að öllu leyti vott um það, er íslenzku
lífi tilheyrir. I þessum þjóðsögnum, bæði hinum al-
íslenzku1 og þeim, sem útlendar eru að uppruna
sínum, finnum vjer greinileg merki um allt, sem
einkennilegt er fyrir lífið á Islandi; jafnvel jöklarnir,
fjöllin, öræfin, brunahraunin, klettarnir og fossarnir
hjer á landi hafa sett merki sitt á þessar sögur, af
því að þetta allt hefur sín áhrif á líf og hugsunarhátt
þjóðarinnar. Þjóðsagnirnar eru enn fremur ólíkar
frá hinum ýmsu tímabilum, og sýna greinilega, hvern-
ig hugsunarhætti þjóðarinnar hefur verið ólíkt varið
á ýmsum tímum. Stundum bera þær vott um lífs-
gleði og góð ytri kjör, stundum um mannhatur og
fáfræði, kúgun og þrældómsanda o. s. frv. þannig
fræða þjóðsagnirnar oss um hið innra líf og hugs-
unarhátt þjóðarinnar, og hið andlega þroskastig
hennar, jafnvel betur en flest annað.
Flestum þjóðtrúarhugmyndum er þannig varið,
að þær eru ævagamlar að eðli og uppruna, og
jafnvel eldri en svo, að vjer getum rakið og fundið
hin fyrstu upptök þeirra. En af því að allt líf og öll
tilvera þjóðtrúarhugmyndanna á heima innst í huga og
hjarta þjóðanna, þá breytast þær og ummyndast
eptir því sem hugsunarháttur og lifnaðarhættir manna
breytast, og fá sína einkennilegu mynd hjá hverri
þjóð, að því leyti sem líf og hugsunarháttur hverrar
1) I ströngum skilningi eru það að vísu fáar þjóðsagnir,
sem sagt verður um, að þœr sjeu alíslenzkar; flestum þjóð-
sögnum er þannig varið, að þær, eptir sínu innsta eðli, eptir
þeim frumliugmyndum, sem liggja til grundvallar fyrir þeim,
lieyra eigi neinni einstakri þjóð til, iieldur eru sameiginleg
eign margra þjdða.