Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 101
101
þjóðar er einkennilegt og frábrugðið. Þjóðtrúin
breytist þannig, og lagar sig eptir þeim tíma og
þeim hugsunarhætti, sem hún lifir í, — hún fylgir
með tímanum. Þjóðtrúin er ekki dauður steingjörv-
ingur, heldur lifandi hugmynd, sem býr í hjarta
þjóðarinnar frá einni kynslóð til annarar. Hún er
síung, því að hún kastar ellibelgnum, þegar hún fer að
eldast, og hún sníður sjer ávallt búning eptir kröf-
um tímans, líkt og kvennfólkið sniður kjólana sína
eptir tízkunni. Þjóðtrúin og þjóðsagnirnar eru ekki
dauður bókstafur, heldur líf og andi, og þvi er svo
vandfarið með þetta efni. Ef vel er, verður að hafa
líka aðferð við þjóðtrú og þjóðsagnir, sem málarinn,
er tekur mynd af lifandi manni, dýri eða plöntu;
en það má ekki hafa sömu aðferð, sem slátrarinn,
er fyrst gengur milli bols og höfuðs, og bútar svo
allan líkamann sundur lim fyrir lim, og svo liggja
partarnir eptir dauðir sinn í hverju lagi. Líkt þessu
hafa þó margir farið að, sem um þjóðtrú hafa fjallað,
bæði innlendir og útlendir.
Þjóðsögurnar vorar islenzku eru mjög merkilegt
safn, eitt af því allra merkasta í íslenzkum bók-
menntum á þessari öld, og aldrei verður Jóni Arna-
syni og samverkamönnum hans fullþakkað fyrir
þann starfa. Margir af þeim, sem fært hafa þjóð-
sögurnar í letur, fara mikið vel með sögur sínar.
Jeg vil t. d. sjerstaklega nefna sjera Magnús Gríms-
son; hann gefur sögum sínum svo eðlilegan og fall-
egan búning; sama er og að segja um Jón Arnason
sjálfan og sjera Skúla Gíslason og ýmsa aðra. En
þrátt fyrir þetta kemur það viða fram, að sögu-
mennirnir hafa ekki verið færir um að gefa sögun-
um þann búning, er þeim var eðlilegur og samboð-
inn, og þess vegna birtast sumar þeirra nokkuð