Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 102
102
öðruvísi en þær eru í raun og veru eptir eðli sínu.
Sögumennirnir hafa svo opt eigi skilið sögurnar, og
eigi kunnað að fara með þær, og því hafa þeir opt
aflagað þær frá því, sem þær eru lifandi á vörum
þjóðarinnar; þeir hafa opt tekið hið ljótara fram yfir
hið fegurra, hið óeðlilega fram yfir hið eðlilega, hið
verra fram yfir hið betra. Það þarf eigi að ætla,
að þeir hafi gjört þetta viljandi, heldur hafa þeir
gjört það óafvitandi. Þeir hafa ef til vill heyrt
marga segja sömu söguna, og einn segir hana nokk-
uð á annað veg en hinn, og í nokkuð öðrum bún-
ingi, en þá var um að gjöra að fara eptir þeim, er
bezt sagði og samkvæmast anda sögunnar og þjóð-
sagna og þjóðtruar yfir höfuð, og svo jafnframt að
gefa sögunni þann búning, sem henni var eðlileg-
astur og fór henni bezt. En í þessu hafa þjóðsagna-
riturunum verið stundum talsvert mislagðar hendur.
Jeg vil að eins nefna eitt, rjett til dæmis, sem
sýnir þetta ljóslegá. Það er stutt sögn, sem jeg liefi
heyrt í ýmsum hjeruðum landsins:
Einu sinni var bóndadóttir; hún var fríð sýnum
og hvers manns hugljúfi. Svo komst hún í kynni
við ungan og íríðan huldumann, eins og stundum
kemur’fyrir um ungar stúlkur. Þau feldu ástarhug
hvort^til annars; að minnsta kosti var huldumaður-
inn|gagntekinn af ást til stúlkunnar. Svo var það
einu|sinni um nótt, að hann kom á gluggann yfir
rúminu hennar og kvað:
»Margt býr í þokunni,
þokaðu úr lokunni,
lindin mín ljúf og trúc.
Þá svaraði hún:
»Pólkið mín saknar,
faðir minn vaknar;