Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 103
103
hann vakir — liann vakir
svo vel sem þú«.
En í ísl. þjóðsög'um segir svo frá, að einu sinni
hafi komið draugur á glugga til stúlku og kveðið
þetta. Það er draugur, sem er látinn kveða þetta:
»Margt býr i þokunni o. s. frv.
Hver maður, sem ber nokkurt skynbragð á
þjóðtrú og þjóðsagnir, hlýtur að sjá, hve þessi sögn
er óeðlileg. Þótt hann hefði aldrei heyrt sögnina,
nema á þennan eina veg, hlyti hann að sjá, að hún
er að einhverju leyti gengin á glapstigu, að hún
kemur hjer ekki fram í eðlilegri mynd. Draugar
kveða ekki þannig lagaða mansöngva. Það eru að
vísu sagnir til um það, að menn hafi gengið aptur,
til þess að vitja um unnustur sínar, — að það sje
jafnvel ástin, sem knýr þá til þess að ganga aptur.
Svo geta þeir haft það til að kasta fram stöku við
unnustur sínar, en þær hafa allt annan blæ en þessi
vísa, sem hjer er um að ræða. Jeg vil taka til
dæmis hina ágætu og einkennilegu sögu um djákn-
ann á Myrká. Það er nokkuð í öðrum tón, sem
hann kveður við unnustu sína:
»Máninn líður,
dauðinn ríður:
sjerðu ekki iivítan lilett
í hnakka mínum,
Garún, Garún ?«*
1) Sagan um djáknann á Myrká, er að nokkru leyti ólík
flestum eða öllum öðrum íslenzkum draugasögum, en erlendis
ganga víða margar sagnir, sem eru mjög líkar henni, og
sumstaðar ganga sagnir, sem auðsjáunlega er sama sagan í
nokkuð annari mynd; sjerstaklega könnumst vjer þar við
vísuna:
»Máninn líður» o. s. frv.