Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 109
109
riðið er, uppruni og myndbreytingar þjóð.mgnannat
og hefi jeg' einnig minnzt lauslega á það. Það er
þetta síðara atriði, sem jeg ætla sjerstaklega að
fara nokkrum orðum um. Að vísu er efni þetta svo
umfangsmikið og margbrotið, að eigi er unnt að
minnast nema á fátt í eitt í svona stuttri ritgjörð.
I ótal greinum koma fyrir líkar og skyldar þjóð-
trúarhugmyndir nálega hjá öllum þjóðum. Vjer sjá-
um þess mörg dæmi, að ýmsar þjóðsagnir, er vjer
köllum íslenzkar, koma einnig fyrir, eigi að eins hjá
þeim þjóðum, sem oss eru skyldastar, og standa oss
næst, heldur jafnvel hjá öllum hinum kaukasisku
þjóðum. Að vísu hafa sagnir þessar sína einkenni-
legu mynd hjá hverri þjoð, en eru í eðli sínu og
aðalefninu hinar sömu. Þetta á sjerstaklega heima
hjá ævintýrunum um »kong og drotningu í ríki sínu«.
Það kemur nokkuð undarlega fyrir, þegar sama sag-
an hefur gengið um svo langan fíma, sem unnt er
að rekja, austur á Indlandi, i Arabíu, Rússlandi,
Englandi, Þýzkalandi, hjer úti á íslandi o. s. frv.
Þannig má nefna söguna af Mjaðveigu Mánadóttur1;
1) Norska ævintýrib »Kari Træstak« (smb.: Asbj. Norske
I'olkeeventyr) er t. d. sama sagan og af Mjabveigu Mánadótt-
nr. Vísan í sögunni af Mjaðv. Mánadóttur:
iiSitur í stafni
Höggvinbæla
fullur skór með blóð.
Heima situr Mjaðveig
Mánadóttir,
bálfu betra brúðarefnis,
er þannig í sögunni af Kari Træstak:
Et Stykke af Hæl
og et Stykke af Taa;
Kari Træstakkens Sko
er fuld af Blod.