Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 111
111
verið ritað mikið um ævintýrin nú á síðari árum, og
ýmsar kenningar (theóríur) hafa myndazt um þau;
merkastar þeirra eru þær, sem kendar eru við þá
Benfey og Gaidoz. Jeg ætla ekki að fara frekar út
í þetta efni hjer, því að það er hvorttveggja jafnt, að
jeg hef eigi getað kynnt mjerþað nægilcga til þess,
enda er það mjög umfangsmikið og fiókið, og mundi
því taka allt of mikið rúm i þessari ritgjörð.
Ef vjer athugum þjóðsagnirnar og þjóðtrúarhug-
myndirnar eins og þær koma fyrir hjer á landi, þá
verðum vjer þess fljótt varir, að fiestar þeirra eiga
rót sina að rekja til annara eldri sagna og hug-
mynda, og svo þær aptur til annara eldri, og svo
koll af kolli. Þannig má rekja mikinn fjölda þjóð-
trúarhugmyndanna til hiniiar fornu norrænu trúar,
og þær trúarhugmyndir, sem þar koma fyrir, þykj-
ast svo ýmsir fræðimenn geta rakið lengra, og geta
það meira að segja með fullum rökum, að því er
sumar þeirra snertir. Á þessari löngu leið hafa
sagnirnar og þjóðtrúarhugmyndirnar ummyndast alla
vega og blandazt öðrum sögnum og hugmyndum,
einkum helgikreddum miðaldanna. En margar af
þessum helgikreddum eiga sjer einnig heiðinn uppruna,
margar, og jafnvel fiestar eiga þær ekki nema að
nokkru leyti rót sína að rekja til kristindómsins, þær
eru einnig leifar af hinum heiðnu grísku, rómversku
eða germönsku trúarhugmyndum. Eptir allt þetta
hafa sagnirnar og hugmyndirnar fengið opt svo ólíka
mynd hinni upprunalegu, að erfitt erað þekkja þær
og rekja þær til hinna fornu hugmvnda og sagna,
er þær eiga kyn sitt að rekja til.
Þar sem Jón Árnason minnist á þá trú í Isl.
þjóðsögum, að þegar menn klippi eða skeri neglur
sínar, eigi jafnan að bíta eða skera hverja flís í