Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 116
116
læknandi, frjóvgandi og blessandi krapt. Hann var
hin bezta vörn gegn árásum illra anda; það var t.
d. almenn trú í Danmörku og Þýzkalandi, að hvar
sem reynir væri settur, þar gætu fordæður og illir
andar ekkert mein gjört. Á Þýzkalandi var það
ennfremur trú manna, að ef reynikvistum væri stungið
í húsþakið, gæti elding ekki grandað því (Perger:
Deutsche Pflanzensagen 319). Sagan um systkinin
í Vestmannaeyjum, (ísl. Þjóðs. I, 642), sýnir enn-
fremur hinn helga krapt reynisins; sama sýnir sag-
an um Geirmund heljarskinn í Sturl. I, 3. kap., þar
sem hann sá ávallt ljós yflr reynilundi þeim, er vax-
inn var í hvamminum, þar sem Skarðskirkja var
reist síðar. Þessi tvenns konar átrúnaður á reynin-
um, sem og ýmsum öðrum plöntum oghlutum, virð-
ist nokkuð undarlegur í fljótu bragði, en þetta er
ekki annað en baráttan milli hins heiðna átrúnaðar
og kristindómsins, er vill gjöra allt það vanheilagt,
er áður var heilagt, bæði guðina sjálfa og það sem
helgast af þeim. Þannig koma hinir heiðnu guðir
og goðmögn alstaðar fram í trúarhugmyndum seinni
tíma.
Sama erað segja um hina heiðnu helgisiði; þeir
dóu ekki út, en koma að eins fram í breyttri mynd.
I heiðnum dómi var víndrykkja í miklum veg. Sjálf-
ur Oðinn, faðir guða og manna, lifði ekki á öðru en
víni, smb.:
ienn vib vín eitt
vápngöíigr
Óðinn æ liíir«.
I öllum blótveizlum og heiðnum helgihöldum var því
mikið um víndrykkju. Þá voru drukkin full Þórs
og Oðins og annara guða. En þegar kristni kom,
breyttist þetta í það, að farið var að drekka minni