Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 117
117
ýmsra helgra manna, og jafnvel Krists minni (Forn-
mannna sögur 7, 148). Þessi helgra manna minni
voru tíðkuð í veizlum hjer á landi fram að siðbótar-
timanum. Vitahornið, sem stundum er talað um í
sögunum, er líklega af sömu rótum runnið. Víta-
bollinn eða vítabikarinn, sem tiðkaðist fram um miðja
18. öld, er aptur kominn af vítahorninu. Vítabikar
var bannaður i tilsk. 3. júní 1746 (Anordning om et
og andet í Ægteskabssager, og mod Lösagtighed m.
v. paa Island), sjá Lovsaml. for Isl. II, 602. Þannig
mætti nefna ýmsa siði, sem ekki eru annað en leif-
ar af heiðnum helgisiðum.
Eins og hinir heiðnu guðir höfðu verið sjerstak-
lega nálægir á hinum fornu heiðnu hátíðum, eins
urðu þeir nú í dularbúningi sínum sjerstaklega ná-
lægir á hinum kristilegu hátíðum. Ýmis konarþjóð-
trú, sem sjerstaklega stendur í sambandí við vissar
hátíðir og helgidaga, er opt ekkert annað en heiðn-
ar trúarhugmyndir, og ýmsar vættir, sem sjerstak-
lega eru á ferðinni á vissum hátíðum og helgidögum,
eru optast lieiðnir guðir og heiðnar vættir í dular-
búningi. Til þess að sýna þetta, ætla jeg að minn-
ast nokkuð á þjóðtrúarhugmyndir þær, sem standa
sjerstaklega í sambandi við jólin, enda virðist svo,
sem fleiri fornar trúarhugmyndir standi í sambandi
við jólin en aðrar hátíðir og helgidaga.
Engin hátíð er í jafnmiklu afhaldi sem jólin, og
hefur aldrei verið hjer á landi; þau eru skoðuð sem
móðir allra annara hátíða. Þá kljúfa allir þrítugan
hamarinn til þess að hafa sem mesta viðhöfn, og
sem mest um dýrðir. Börnin hlakka til jólanna
löngu áður en þau koma; þau hugsa til þeirra með
einhverri fagnaðarsælli eptirvæntingu, — þau hugsa