Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 118
118
til þeirrar stundar, þegar allt er svo fagurt og dýrð-
legt.
»Kátt er á jólunum, koma þau senn«.
Jólin eru sú hátíð, sem allir eiga að leggjasinn
skerf til þess, að þau verði sem viðhafnarmest, eins
og segir í vísunni:
»Hátíð fer að höndum ein,
hana vjer allir prýðum.
Lýðurinn tendri ljósin hrein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum«.
Ef eitthvað liggur illa á börnunum, þarf opt eigi
annað en minna þau á jólin, og alla þá dýrð og
allan þann fögnuð, sem þá er í vændum. Þegar
jólinvoru í nánd, þurfti opt eigi annað til að hugga
börnin en kveða við þau þessa gömlu vísu:
»Það skal gefa hörnum hrauð,
að híta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,
væna íiís af feitum sauð,
sem íjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð;
gafst hún upp á rólunum«.
Svo þegar jólin koma í allri sinni dýrð, þá svar-
ar viðhöfnin og hátíðabragurinn fullkomlega til eptir-
væntinganna. Fyrst og fremst eru allir snortnir og
hrærðir í hjarta af hinni miklu helgi hátíðarinnar,
og svo bætist þar við öll viðhöfnin. Þá eru bornir
fram allir beztu rjettir, sem föng eru á; allir
eru prúðbúnir; allt er uppljómað af ljósum, — ekk-
ert myrkur. Þeim, sem opt kemur illa saman endra-
nær, eru þó sem beztu bræður á þessari hátíðis-
stundu. Og svo hljóma klukkurnar við hverja kirkju.
Það er þá, að »bergmálsblíð um daii berast klukkna-