Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 120
120
Þegar vjer gætum að öllum þessum hugmynd-
um, sem standa í sambandi viðjólin, um jólasveina,
jólakött, ferðir og dansa huldufólksins o. s. frv.,
þá sjáum vjer, að þær geta eigi staðið í beinu sam-
bandi við hina kristilegu helgi jólanna; þær hljóta
að eiga annan uppruna.
I heiðnum sið voru jólin í miklum hávegum
höfð, eins og nú; þau voru ein af hinum mestu há-
tíðum forfeðra vorra1, því að »í heiðnum og í helgum
sið, á horfnri og nýrri öld, ýtar hafa haldið heilagt
jólakvöld«. Þá við höfðu menn ýmsar helgiathafnir,
til þess að vinna hylli guðanna. Þá voru höfð stór
blót, og var þá einkum blótað til árs og friðar, og
þá stigu guðurnir niður til bústaða mannanna og
færðu þeim likn og blessun.
Ef vjer gætum vel að öllu, sjáum vjer, að jafn-
vel ekkert af þessu hefur dáið fullkomlega út; það
hefur að eins tekið sjer annað form. Enn þá eru
hinir fornu guðir sjerstaklega nálægir um jólin, þótt
þeir komi fram í mjög ólíkri mynd. Hinar fornu
blótveizlur hafa eigi dáið út með öllu. Ennþáblóta
menn jafnvel til árs og friðar.
I Noregi er flokkur af vættum, sem er á ferð-
inni mn jólin; flokkur þessi heitir Asgaardsreien eða
Juleskreien, það er jólafólk, að sínu leyti eins og
jólasveinarnir hjer á landi. Nafnið Asgaardsreien
bendir til þess að hinir gömlu Æsir eru í förinni.
Þessi jólalýður fer niður í kjallara og inn í búr og
bæi, og drekkur öl og etur jólamatinn frá fólkinu,
nema allt sje því betur krossað og signt. A sumum
1) Jólin voru ekki haldiu á sama tíma i heiðnum sið og
nú, þau voru miðsvetrarhátíð, og sjálf jólanóttin var miðs-
vetrarnótt, hölcunótt.