Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 121
121
bæjum var jólalýðurinn eða jólahyskið svo illa ræmt
í fyrri daga, að fólk þorði eigi að vera heima á
jólanóttina; svo þegar allir voru farnir kom jólalýð-
urinn og settist að veizlu, dansaði og ljet öllum ill-
um látum. Opt heyrist til hans í loptinu, þegar hann
er á ferð, og opt tekur hann með sjer mennska
menn og fer með þá yflr láð og lög. Optast sleppa
þeir þó aptur úr klónum á honum, en eru þá allir
þjakaðir, og optast vitlausir1. Helzta persónan í
Asgaardsreien eða af jólalýðnum er Guro Rysserova2,
og í sumum hjeruðum í Noregi er maður hennar,
Sigurd Snarensvend, með í förinni. Þetta eru auð-
sjáanlega þau Guðrún Gjúkadóttir og maður hennar
Sigurður Fofnisbani eða Sigurður sveinn3. I förinni
eru ýmsir dauðir menn, er voru illa ræmdir í lífinu,
svo sem maurapúkar og konur, sem hafa borið út
börn sin, enn fremur börn, sem hafa dáið ósldrð.
Hjer um bil alveg sams konar trú er í Danmörk um
»Den vilde Jagt«. A Þýzkalandi er sams konar jóla-
lýður, er nefnist Wuotesheer eða Wuotansheer, það
er Wuotan eða Oðinn og föruneyti hans. Sumstaðar
er þetta nefnt der Schimmelreiter (o: sá sem ríður
gráa hestinum); það er enn nafn á Oðni. I flokki
þessum eru alls konar óvættir; þar er meðal annars
1) Þess konar sagnir um Asgaardsreien eru að mörgu
leyti mjög iíkar sögnunum hjá oss um fordæður, sem riðu
mönnum, — voru tröllriður.
2) Þ. e. Guðrún með merartaglið; Itysse er sama sem
hryssa.
3) Guro ítysserova má ekki heyra nafn sitt nefnt. Það
er því helzta ráðið til þess að forðast jólalýðinn, að kalla til
hennar: »Gjem rova di«, eða >Guro Gunnarsdatter, styt paa
rumpa di«, því þá hverfur hún á augabragði og allur jóla-
lýðurinn með henni.