Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 122
122
göltur og hafur; það er göltur Freys oghafur Þórs;
þar er og hin nafnkunna »Frau Holle« eða »Holda«.
I þýzku þjóðtrúnni samsvarar hún helzt Freyju hjá
oss; hún er og stundum nefnd kona Wuotans, en
þar mun Freyju og Frigg vera blandað saman eins
og svo opt kemur fyrir í þjóðtrúnni, af því gyðjur
þessar eru svo líkar að eðli. Sumstaðar á Þýzka-
landi er sá gestur alkunnur litlu fyrir jólin, er
Ruhprecht heitir; hann spyr, hvort börnin hafl verið
þæg og góð, og ef þau hafa ekki verið það, tekur
hann þau, en ef þau hafa verið góð, gefur hann
þeim epli og ýmislegt sælgæti. Það má sjá af ýmsu,
að Ruhprecht er sama sem Oðinn, þó hann sje orðinn
mjög breyttur og torkennilegur, enda bendir nafnið
Ruhprecht eða Hruodperacht (o: hinn hróðurfagri) á
það, að hann hefur einhverntíma verið í meiri veg
en nú.
Þannig eru hinir heiðnu guðir enn þá nálægir
um jólin i þjóðtrúnni, þótt tíminn, og allt, sem hon-
um fylgir, hafi breytt þeim alla vega, og kastað svo
þykkri blæju yfir þá, að vjer eigum opt erfitt með
að sjá þá í gegnum hana. Það má telja víst, að
hugmyndin um jólasveinana hjer á landi og ýmsar
aðrar vættir, sem sjerstaklega eru á ferðinni um
jólin, sje af sömu rótum runnin og hinar útlendu
hugmyndir um Asgaardsreien, Wuotansheer o. s. frv.
Eins og guðirnir voru mönnunum nálægir um jólin,
stigu niður frá sínum himnesku bústöðum og vitjuðu
blótanna, eins koma jólasveinarnir um jólin ofan af
fjöllunum niður til byggða og gista á bæjúnum1.
1) Jólasveinarnir eru vanalega taldir 13, og er það auð-
vitáð komið af tö'lu jóladaganna. Hinn fyrsti kemur þá 13
dögum fyrir jól, og svo eru þeir allir komnir á jólakvöldið.