Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 128
128
blotgydia oc hun kendi fyrst med Asum seid«. Svo
koma valkyrjurnar til sögunnar, svo sem þjónustu-
meyjar Freyju og Oðins. Af hugmyndinni um Freyju
og Valkyrjurnar sprettur svo aptur hugmyndin um
völvur eða völur, og þaðan er aptur hugmyndin um
seiðkonur og fjölkynngiskonur1. Það sjest líka svo
greinilega í fornum sögum og kvæðum, að það voru
valkyrjurnar, sem voru sjerstaklega fróðar í öllum
töfrabrögðum; þær vissu, hvert goðmagn átti að særa
til hvers hlutar, og hvers konar krapt hver töfra-
dómur hafði og frá hverium guði eða goðmagni sá
kraptur kæmi. Brynhildur Buðladóttir var valkyrja,
enda var him fróð í þess konar fræðum eins og sjest
af Sigurdrífumálum. Það er líka einkennilegt, að
það eru yfir höfuð að tala konur, sem fara með
fjölkynngi og galdra, og kemur þar án efa fram
þessi forna hugmynd um seiðinn, »at eigi þótti karl-
mönnum skammlaust vid at fara«. Að vísu var
ekki síður talað um galdramenn en galdrakonur hjer
á landi á síðari tímum, en á Norðurlöndum og Þýzka-
landi sem og víða annarstaðar, eru það einkum
konur (Hexer), sem sakaðar hafa verið um fjölkynngi
og fordæðuskap. Þekkingin á töfrakröptunum á
þannig rót sína að rekja til Oðins, Freyju og val-
kyrjanna, en það er öðru máli að gegna um sjálfa
törfrakraptana; þeir eiga rót sína að rekja sinn til
hvers guðs eða gyðju, og jafnvel til ýmsra annara
vætta. Reynirinn hefur t. d. sinn töfrakrapt af því
hann var helgaður Þór, kötturinn af því hann var
helgaður Freyju, hesturinn af því hann var helgaður
1) Að vísu lítur svo út sem völvurnar og seiðkonurnar
eríi ab nokkru leyti mátt sinn og megin frá nornunum; á
það bendir líka meðal annars nafnið gáldranornir.