Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 129
129
Hel, töframyndirnar af því þær voru tákn eða »sym-
ból« ýmsra guðlegra krapta o. s. frv.
Það er svo margt, sem sýnir það ljóslega, að
hugmyndin um fjölkynngiskonur og fordæður á rót
sína að rekja til Freyju og valkyrjanna; þannig
kemur t. d. hugmyndin um valsham Freyju og ketti
hennar svo greinilega fram, fyrst og fremst í hug-
myndinni um valkyrjurnar og svo í hugmyndinni
um fordæðurnar. Þess er opt getið að valkyrjur
hafi »riðið lopt og lög«, og að þær hafi flogið í svana-
hömum. Þannig segir í Helgakv. Hundingsbana hinni
síðari um Sigrúnu, að »hon var valkyrja ok reið
lopt ok lög«. í Völundarkviðu er getið um þrjár
valkyrjur: »Snemma of morgin fundu þeir á vatns-
ströndu konur þrjár, ok spunnu lín; þar váru hjá
þeim álptarhamir þeirra; þat váru valkvrjur.
Meyjar flugu sunnan
myrkvið í gögnum,
ámlvitr ungar,
örlög drýgj a;« o. s. frv.
í sögu Hrómundar Greipssonar er þess getið,
að þegar hann átti orustuna við Haddingja og Helga
hinn frækna, þá var fjölkynngiskona sú, er Lara
hjet, frilla Helga, þar í orustunni, og var í álptar-
ham. Þessu líkar hugmyndir koma almennt fram
um fordæðurnar á síðari tímum; þannig er það al-
menn trú á Þýzkalandi, að þær sjáist opt fljúga í
loptinu í gæsahömum. Stundum þegar stór gæsa-
hópur sjest, þá er það ekkert annað en flokkur af
fordæðum. Ekkert skot vinnur á slíkum gæsum
nema höghn sjeu úr vígðum kopar (klukkukopar),
en þá detta þær dauðar niður, ekki í gæsarlíki heldur
í sinni upphaflegu konu mynd. í sumum sögnum
9