Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 130
130
er þessi hugmynd þannig, að eí skotið sje á fordæður
i gæsarham með almennum höglum, þá missi þær
gæsarhaminn eða gæsarlíkið, en sjeu að öðru leyti
óskaddar. Einu sinni var veiðimaður, sem skaut á
gæsahóp á flugi; skotið kom í eina gæsina, og húu
datt niður í runn einn. Þegar veiðimaðurinn kom
að rmminum, sá hann, að þar lá kona alsnakin.
Gæsaflokkurinn hafði ekki verið annað en fordæður
í gæsahömum. (J. Grimm: Deutsche mythologie II,
1051). Að konan var nakin er þannig til komið, að
þegar fordæðurnar bregðast í gæsarlíki eða hafa
einhver hamaskipti, þá fara þær af öllum klæðum
sínum og smyrja líkama sinn með töfrasmyrslum.
Skyld þessu er þýzka þjóðtrúarhugmyndin um svan-
meyjarnar (Die Schwanjungfrauen), sem eru eins-
konar vættir. (Smb. t. d. »Der geraubte Sehleier«
i J. Aug. Musáus: Volksmftrchen der Dautschen III, 58).
Þótt það sje eigi nema stundum, að fordæðurnar
fljúgi í gæsarhömum, þá »ríða þœr lopt og lög« á
ýmsan annan hátt; þær riða t. d. á eldhússkörung-
um og ýmsum öðrum hlutum; opt ríða þær mönnum,
jafnvel eiginmönnum sínum. Þetta kemur einnig
stundum fyrir í vorri þjóðtrú um fjölkynngiskonur
þær, sem ríða gandreið (smb. t. d. söguna um prests-
konuna, sem reið drengnum til svartaskóla á jóla-
nóttina. Isl. þjóðss. I, 440). Einkum fara fordæðurn-
ar þessar loptfarír þegar þær sækja hin almennu
fordæðuþing, sem kölski heldur einu sinni á ári. í
Danmörk var sú trú sumstaðar, að þing þessi væru
haldin í Heklu. Almennust er þó sú trú, bæði í
Danmörk og Þýzkalandi, að þau sje haldin á Bloks-
tindi (Bloksbjærg)1. Að því er tímann snertir, er
1) Þ. e. hnúkurinn Brocken 4 fjallgarhinum Harzen.