Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 132
132
smb. t. d. söguna í Eyrbyggju um það, erKatlareið
Gunnlaugi syni Þorbjarnar digra. í sögu Illuga
Gríðarfóstra er sagt frá fjölkynngiskonu einni, er
Sunnlöð hjet: »hún var fjölkunnug, ok en mesta
Tcvöldriða. Hún hafði margan mann illa leikit«. Hin
forna hugmynd um túnriður er og af sama toga
spunnin; túnriðan er fjölkynngiskona, sem í ham-
förum »ríður lopt og lög«, smb.:
»Þat kann ek it tíunda,
ef ek sé túnriður
leika lopti á:
ek svá vinnk,
at þær villar fara
sinna heim hama,
sinna heim huga«.
(Hávamál 154).
Sama mun og vera að segja um myrkriður, (smb.
Hárbarðsljóð, 20.).
Enn er ein þjóðtrúanhugmynd, sem mjög er lík
hugmyndinni um kvöldriður og fjölkynngiskonur,
sem ríða lopt og lög, það er hugmyndin um »rnöru
og martröð«. Hjer á landi veit jeg ekki til að sjeu
neinar sagnir um möru, eða neinar verulegar þjóð-
trúarhugmyndir um hana, hvorki að fornu eða nýju,
nema í Ynglingasögu, þar sem segir frá dauða Van-
landa konungs: »Drífa keypti af Huld seiðkonu, at
hún skyldi sída Vanlanda til Finnlands, edr deyda
hann at öðrum kosti. Enn er seidr var framidr, þá
var Vanlandi at Uppsölum: þá gerdi hann fúsan at
fara til Finnlands: enn vinir hans oc rádamenn
bönnudu hönum, oc sögdu at vera mundi fíölkýngi
Finna í farfýsi hans. Þá gördiz hönum svefn höf-
ugt, oc lagdiz hann til svefns. Enn er hann hafdi
lítt sofnat, kalladi hann, oc sagdi, at mara trad hann.
Menn hans fóru til, oc villdu hiálpa hönum; enn er