Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 134
134
díigar uppi1. Sumstaðar ímynda menn sjer möru
sem eins konar illvætti, eða eins konar álf; á það
benda meðal annars ýms nöfn, er hún hefur; á
Englandi heitir hún sumstaðar elf, á Þýzkalandi Alp,
Alf, Alpmánnlein. Eptir sumum þýzkum sögnum er
hún aptur eins konar vatnsandi, og heitir þá Wall-
ala.
Það er sagt, að bæði á mönnum og hestum komi
stundum fyrir langur lokkur í hárum, svo flókinn og
saman fljettaður, að eigi sje unnt að greiða hann;
lokkur þessi er talinn af völdum möru, og heitir
mörulokkur, í Danm. Marelok, á Þýzkal. Mahren-
locke, Mahrenzopf, Alpzopf o. fl., á Engl. elflock.
Eptir almennri sögn hafði Kristján konungur fjórði
slikan lokk (smb. Thiele: Danm. Folkesagn fl. Del,
bls. 191). Það er margt, sem kennt er við möru,
og margt illt er henni eignað; þannig er það t. d. í
Svíþjóð kallað mörukoss (marekys), þegar áblástur
eða fleiður kemur á vör á manni.
Margs konar ráð höfðu menn til þess að verja
sig gegn möru; eitt var það, að láta þrumustein
hanga uppi yfir dyrunum, því þá kemst maran ekki
inn. Það er eins og menn hafl haft óljóst hugboð
um, að þar sem þrumusteinninn vœri, þar væri Þór,
hinn forni þrumuguð, nálægur, og berði á tröllum
1) Það var trú manna í fornöld um flestar eða allar
illvættir, að þær þyldu eigi dagsljósið, að þær »dagaði uppi*f
ef þær væru á ferðinni eptir að dagur væri runninn; menn
únynduðu sjer jafnvel að dverga dagaði uppi, smb.:
»Miklum tálum
ek kveð tældan þik:
nppi ertu, dvergur! um dagaðr,
nú skínn sól i sali<.
(Alvíssmál, 36),