Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 135
135
og alls konar illvættum. En af því það er ekki
hlaupið að því, að ná í þrumusteininn, þá var opt
hafður oddhvass tinnusteinn í hans stað. Otal önn-
ur ráð, og ótal formála höfðu menn til þess að verja
sig fyrir mörunni. í Danmörk þótti það t. d. ávallt
varlegra að lesa þenna formála áður en lokað var
á kvöldin:
•Mara, mara!
ef þú ert hjer inni,
út skaltu fara«‘.
Þessu líkir formálar voru mjög víða tíðkaðir,
(smb. t. d. J. Grimm: Deutsche Mytologie II, 1194
—5 og Grimm: Deutsche Sagen 131).
Allar þessar sagnir um fjölkynngiskonur, sem
riðu lopt og lög, annað hvort í gæsahömum, eða
riðu gandreið á ýmsum hlutum, sem og' um Jcveld-
riður, túnriður og möru, — allar þessar sagnir eiga
án efa að mestu leyti rót sína að rekja til valkyrj-
anna, sem riðu lopt og lög, og flugu í svanahömun-
um, og til Freyju, sem flaug í valshamnum.
Hugmyndin um Tcetti Freyju virðist og koma
greinilega fram í ýmsum sögnum og hugmyndum
um fordæður og fjölkynngiskonur. Það er ekki mjög
óalnengt í þjóðtrúnni og þjóðsögnunum, að fjölkynng-
iskonur eru í kattarlíki (smb. t. d. »Kvœrnsagn« í
Asbjörnsens Norske Huldre-Eventyr (Kria 1870).
Það er og alþýðutrú sumstaðar á Þýzkalandi, að ef
einhver fordæða verði eldri en 100 ára, þá verði
liún að ketti eða bregðist í kattarlíki, og ef einhver
köttur verði eldri en 20 ára, þá sje það víst, að
1) Mare Mareminde!
Est du herinde
saa skal du her ud!
(Thiele: Den danske Almues overtroiske Meninger 191).