Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 140
140
trúin svo röm og rík að undrum gegnir. Það spratt
eðlilega af trúarofsa þeim hinum mikla, er leiddi af
hinni löngu og hörðu baráttu siðbótarinnar. Þá
komu öll þessi fornu undur fram í svo ógurlegri,
ferlegri og fáránlegri mynd. I þessu svartnætti hjá-
trúarinnar urðu allir töfrakraptar svo voðalegir og-
máttugir, og öllum illvættum »óx ásmegin hálfu«;
sannaðist þá það, sem segir i Helgakviðu Hundings-
bana:
»Verða öflgari
allir á nóttum
dauðir dólgar, mær!
en um daga ljósa«.
A þeim tímum gætti hugmyndarinnar um hina
náttúrlegu rás viðburðanna mjög lítið; að minnsta
kosti voru það ekki einungis náttúrukraptarnir, eða.
náttúrlegar orsakir, sem rjeðu gangi náttúruatburð-
anna, lieldur einhver yfirnáttúriegur kraptur, ýmist
frá riki ljóssins eða ríki myrkranna. Stundum var
það guðleg forsjón, sem tók sjerstaklega í taumana
í hvert skipti, eptir því sem bezt átti við þjóðina
eða einstaka menn. Þannig voru eldgos, harðindi
og drepsóttir eigi sprottin af neinum náttúrlegum or-
sökum, heldur var það kraptur guðlegrar forsjónar,
sem þannig greip fram fyrir hendurnar á náttúr-
unni eða hinni eðlilCgu rás náttúruaíburðanna; guð
varð á þennan hátt uð refsa mönnunum fyrir syndir
þeirra, — höfuðskepnurnar og náttúrukraptarnir urðu
»í hendi hans hirtingarvöndur syndugs manns«.
Stundum voru það máttugir formálar, eða liknstafirf
sem knúðu guðlega krapta til þess að stjórna gangi
og viðburðum náttúrunnar mönnunum í hag, svo
sem að láta koma gott árferði, láta sjúkdómum linna,
láta reka hval o. s. frv. Það sem rjeð viðburðun-