Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 141
141
um stundum, og æði opt, voru djöfullegir kraptar,
kallaðir og knúðir fram með ógurlegum særingum
og fáránlegum kynngikrapti, til þess að gjöra ná-
unganum mein og tjón, ef eigi beinlínis að drepa
hann, þá að gjöra hann sjúkan, drepa skepnur hans,
og gjöra honum og ættingjum hans allt til meins
og skaða. Þannig voru það yfirnáttúrlegir kraptar,
sem hvervetna verkuðu i mannlítinu og náttúrunni.
Ef menn að eins kunnu lag á þessum huldu andlegu
kröptum, þá gátu þeir látið þáverkaísína þjónustu,
að sínu leyti eins og menn nota náttúruöflin nú á
tímum, — láta vindinn snúa kvörninni o. s. frv.
Þessir töfrakraptar lágu bundnir (lágu potentielt) í
ýmsum töfragripum og töfratormálum, en þegar
þessir töfragripir og þessir formálar voru hafðir um
hönd á vissan hátt, þá losnuðu töfrakraptarnir og
urðu verkandi; þeir fylgdu þessum töfradómum og
töfraformálum alveg eins og andinn fylgdi lampan-
um hans Aladíns. Það þurfti opt ekki nema eitt
orð eða einn stuttan formála til þess að gjöra ein-
hvern slíkan undrakrapt verkandi. Jafnvel kraptur
guðs var opt eigi annað en blindur kraptur, sem
bundinn var við vissa formála, — hann var opt
eigi annað en einskonar blindur undrakraptur, er
beina mátti næstum því í hverja stefnu sem vera vildi,
ef menn kunnu lag á því, að sínu leyti eins og menn
knýja einhvern náttúrukrapt til þess að verða verk-
andi í vjelinni með þvi að snúa einhverri vissri sveif1.
1) Með hinum máttuga kvæbum sínixtct gátu ákvæðaskáldin
eða kraptaskáldin jafnvel sært og neytt hinn almáttuga til
þess að beygja sig undir vilja sinn. Sem dæmi þess konar
kveðskapar má nefna upphaíiö á kvæbi einu, sem sagt er að
■sjera Eiríkur á Yogsósum haii kvebið einhverntíma þegar
'Tyrkinn var á ferðinni: