Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 142
142
Ef nefnt var t. d. eitthvert nafn guðs, þá fylgdi því
einhver sjerstakur kraptur. Þannig er þess getið í
sögu Guðmundar biskups, að þegar þeir Ingimund-
ur prestur voru í sjávarháskanum, þá leituðu skip-
verjar eptir, hvort enginn kynni að »nefna nafn guðs
it hæsta«, (Bps. I, 420). Skipverjar hafa sjálfsagt
haft þá trú, að þessu nafni guðs fylgdi meðal ann-
ars sjerstaklega sá kraptur, að ofviðri og öldugang-
ur lægðist, ef það væri nefnt. Þessi sjerstaki krapt-
ur, sem fylgdi sjerstökum nöfnum guðs, kemur þó
enn greinilegar fram i ýmsum gömlum bænum og
»xtefnum«. Sama eraðsegja um nöfn helgra manna.
Ef nefnt var nafn einhvers dýrðlings, þá hafði það
sjerstakan ákveðinn krapt, og því var svo nauðsyn-
legt að þekkja öll þessi nöfn, og vita, hver kraptur
fylgdi hverju nafni. Allt þetta eru að miklu leyti
heiðnar hugmyndir, heimfærðar til guðs og helgra.
manna. Þannig var það trú manna í forneskju, að
sjerstakur kraptur fylgdi þvi að nefna nöfn guð-
anna, — að nafni hvers guðs fylgdi sjerstakur krapt-
ur; þannigfylgdi þvi t. d. viss töfrakraptur að »nefna
tvisvar Tý«. Það þótti því mjög mikils vert að
kunna nöfn allra guðanna, og annara máttugra.
vætta, smb.:
»Þat kann ek it fjugrtánda
ef ek skal f'yrba liði
telja tíva fyr:
ása ok álfa
»Alvaldur af öllum hug
eg þig beiði þessa,
halirðu nokkra dáð og dug,
dugðu nú að hvessa«. (St. Ó. kvœbi II, 296).
Þaö er naumast þörf ab taka það fram, að kvæði þetta reið
Tyrkjanum ab fullu.