Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 144
144
getað haft áhrif á hana og breytt henni, og að nokkru
leyti gefið henni sína eigin mynd.
Þegar einhver hugmyd eða einhver trú er orðin
mjög rík og rótgróin, þá þarf mjög langan tíma og
mjög mikinn krapt til þess að uppræta hana með
öllu, og það er ef til vill eigi unnt. — Með hversu
miklum krapti sem barizt er gegn henni, þá er ef
til vill eigi unnt að eyðileggja hana til fullnustu;
hún lætur að svo miklu leyti undan, að hun tekur
sjer aðra mynd. Hún er nokkuð svipuð fjölkynngis-
mönnunum, sem brugðust í allra kvikinda líki; þeg-
ar þeir gátu eigi staðizt aðsókn óvinar sins, þá
steyptu þeir sjer í jörð niður, og komu svo upp aptur
i allt annari mynd, en voru þó sömu mennirnir.
Þannig er þjóðtrúnni varið: þegar með oddi og egg
er reynt til að útrýma henni, þá helzt hún eigi við
í þeirri mynd, sem hún er; hún smígur í jörð, ef
svo mætti að orði kveða, — hún virðist hverfa, en
hún kemur fram aptur í annari mýnd, og þó er hún
að uppruna sínum og eðli hin sama, enda þótt hún
hafi fengið á sig svo ólíkan blæ og ytri lögun, að
það sje talsverðum erfiðleikum bundið að sjá, að
það er sama hugmyndin. Þjóðtrúarhugmyndirnar
fara yfir höfuð að tala, alveg eptir Darwins kenn-
ingunni (eða »evolutions-theoriunni); þær breytast
eptir því sem nauðsynlegt er í baráttunni fyrir til-
verunni.
Þegar vjer gætum vel að öllu, munum vjer eins
og jeg hefi áður tekið fram, hljóta að kannast við, að
þjóðtrú og þjóðsagnir sje nokkuð, sem vert er að
gefa verulegan gaum. Vjer hjótum að sjá, að þekk-
ingin á þessu er nauðsynleg til þess að sjá og skilja
hugsunarhátt, trú og siði, líf og lífskjör manna á
ýmsum tímum. Vjer hljótum að sjá í þessu efni sem